Facebook-skömmin

Ég lét blekkjast í Facebook-spjalli á fimmtudaginn og missti aðganginn í hendurnar á hakkara. Hvað græðir hann? Jú, hann gæti komist yfir aðgang að greiðslukortum þeirra sem ganga í gildruna. Það gerðist ekki hjá mér en sjálfsagt verð ég mjög vör um mig næstu mánuðina og árin og vonandi alltaf. Ef ég hefði ekki sent kóðann á fimmtudaginn hefði mér fundist ég næstum dónaleg við þá sem ég hélt að ég væri að tala við. Ein vinkona mín sendi mynd af kortinu sínu en bankinn greip þann bolta.

Hakkarinn hefur valdið usla en ekki grætt pening eftir því sem ég kemst næst.

Framvegis verð ég ekki svona meðvirk. Tek fram að ég hef sloppið í rúm 13 ár þótt ég hafi oft fengið send vídeó sem ég hef ekki opnað. Þau hafa komið frá fólki sem er mjög ólíklegt til að senda mér óorðuð skilaboð.

Hvaða hakkari sem gæti tekið upp á að lesa bloggið mitt græðir samt ekkert á þessum bollaleggingum mínum. Ég tvíeflist í efasemdum mínum héðan í frá.

En nú að fyrirsögninni. Enginn hefur verið leiðinlegur við mig eða kennt mér um gildruna sem ég lagði heldur ekki. Samt upplifi ég dálitla skömm, eins og ég hafi verið mjög dómgreindarlaus. Þess vegna hamast ég við að segja frá þessu á öllum stöðum þar sem ég hef einhverja rödd; á nýju Facebook-síðunni sem ég stofnaði, á Instagram, Snapchat og svo hér.

Vefengið allar beiðnir sem þið fáið. Verið tortryggin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband