Hakkaður aðgangur á Facebook í sjö myndum

Ég missti Facebook-aðganginn minn á föstudaginn var. Maður hefur gengið undir manns hönd að leiðbeina mér, peppa mig, hugga mig og uppörva mig og ég kann svo sannarlega að meta það. En Facebook er náttúrlega fjarlægt fyrirbæri í fjarlægu landi og sjálfsagt svarar gervigreindin flestum fyrirspurnum. Þannig fékk ég bara staðlað svar þegar ég tilkynnti um gerviaðgang sem var stofnaður í mínu nafni. Vinir mínir hafa tilkynnt þann aðgang og líka hinn og líka þann þriðja en þeir eru enn til.

Ég er margbúin að reyna að fylgja leiðbeiningum og ábendingum og hér koma sjö myndir sem sýna skrefin.

Ég stofnaði strax aðra síðu og er núna búin að endurheimta rúmlega 500 af 1300 vinum sem ég átti fyrir. Ég fæ þau aldrei öll aftur sem er eðlileg grisjun en ég væri til í að endurheimta 400 til viðbótar. Á fyrstu mynd er nýja síðan mín til vinstri en hægra megin er síðan sem var hökkuð. Talan 9 er rauð í hægra horninu sem ég skil þannig að ég ætti 9 tilkynningar og ég giska á að það sé mestmegnis fólk sem hefur látið vita að síðan sé hökkuð. Ég veit að enn var verið að senda leikjabeiðnir frá síðunni á sunnudaginn en hef ekkert frétt síðan þá.

Fyrsta skref

 

 

 

 

 

 

Ég smelli á hægri myndina af mér og fæ þá upp þessa síðu.

Facebook 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá smelli ég á Log In og fæ þessa síðu.

Facebook auka

 

 

 

 

 

Ég vel að ég ætli að endurstilla lykilorðið og fæ þá þessa síðu. Netfangið mitt er ekki lengur tengt við síðuna heldur a*******d@o******.com og ég ímynda mér að það sé outlook.com. Ekki íslenskt netfang þá, er það nokkuð? Ég er búin að sannreyna að ég kemst ekki inn á lykilorðinu og vel Try another way.

Facebook 3

 

 

 

 

 

 

 

Hér smelli ég á No longer have access to these?

Facebook no longer access

 

 

 

 

 

 

 

Og þá kemur upp þessi sem ég fagnaði ógurlega. Segðu okkur hvernig við getum nálgast þig með því að senda okkur nýtt netfang, staðfestu að þú sért þú og við komum í veg fyrir að einhver annar loggi sig inn á þína síðu og fylgstu með skilaboðum frá okkur vegna þess að við munum senda þér tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig þú kemst aftur á Facebook. Ég vel Start.

Facebook 4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég dríf mig í að taka skýra mynd af vegabréfinu. Allt klárt og ýti á örina.

Facebook 5

 

 

 

 

 

 

 

Og fæ lemstraðan putta!

Facebook 6

 

 

 

 

 

 

 

Er nema von að manni fallist hendur? Ég.finn.enga.leið.til.að.koma.Facebook.í.skilning.um.að.ég.er.ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband