Einbirni hverfur í skuggann

Góðar danskar bíómyndir eru svo yfirgengilega frábærar. Ég var að horfa á Metra á sekúndu sem var sýnd á RÚV í nóvember en þá var ég ekki á landinu. Hún er í spilaranum í tæpan mánuð enn. Ég er með þennan inngang vegna þess að ég hef einhvern veginn ekki haft mig í að kaupa aðgang að streymisveitum eins og Netflix og Disney+. Flesta mánuði dugir mér RÚV.

Nema hvað, þessi danska mynd er um hjónaleysi sem söðla um og fara úr höfuðborginni í eitthvert fámenni úti á landi þar sem honum býðst kennarastaða. Þar með er fótunum kippt undan extróvertinum, kærustunni hans til 10 ára og barnsmóður til eins árs.

Bæði eru ástríðufullir áhugamenn um tungumál og tilgang lífsins og passa saman eins og flís við rass en fámennið og skugginn af honum eru að ræna hana allri lífsgleði. Og þetta ferðalag þeirra tveggja og samferðafólksins er óslitin veisla fyrir áhugamenn um tungumál og tilgang lífsins. Og ekki spillti húmorinn fyrir.

Mæli sem sagt með ef þið létuð hana fara framhjá ykkkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband