Arion banki

Dæs. Þetta er leiðinlegt umfjöllunarefni, en bankarnir líta greinilega ekki svo á að þeir séu í þjónustuhlutverki gagnvart kúnnanum sem borgar reikningana. Ég er með VISA-kort og hef í mörg ár borgað 340 kr. í útskriftargjald í hverjum mánuði. Ég hef aldrei vitað fyrir hvað og sendi á endanum fyrirspurn til bankans og bað um útskýringar. Þá var mér sagt að ef ég veldi beingreiðslu, þ.e. að reikningurinn væri greiddur sjálfkrafa út af reikningi, væri hægt að lækka þetta gjald, mig minnir um 200 kr. á mánuði. Ef við hugsum okkur að ég hafi verið með kort í 30 ár, þá 360 mánuði, er munurinn einn og sér 72.000 kr. Og ég kannast ekki við neina þjónustu fyrir þennan pening. Ég borga árgjald og það er jafn hátt hvort sem verið er að útbúa nýtt kort eða ekki. Ef ég skyldi ekki borga á réttum tíma (sem gerist aldrei) væri ekki hikað við að rukka fulla dráttarvexti. Bankinn er alveg tryggður.

Fyrir mánuði fékk ég þau svör að búið væri að setja reikninginn í beingreiðslu en viti menn, ég fæ enn 340 kr. rukkun sem verður þeim mun hlálegri þegar upphæðin sem að öðru leyti er skuldfærð á reikninginn er langt undir 10.000 kr. Auðvitað endar það með því að ég hætti þessum viðskiptum eins og þau leggja sig og ég vildi óska þess að fleiri gerðu það vegna þess að bankinn á að þjóna okkur. 

Ég er búin að skrifa bankanum tölvupóst og tímastilla hann í fyrramálið þannig að hann týnist vonandi ekki í reiðipóstunum sem bankanum hljóta að berast í tugavís alla daga, líka um páska sem ber upp á um mánaðamót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband