Gunnar Þórðarson

Guð minn góður, hvað þættirnir um Gunnar Þórðarson eru frábærir. Þeir voru sýndir á RÚV í gærkvöldi og fyrrakvöld. Ágúst Guðmundsson og Jón Þór Hannesson eru skrifaðir fyrir þeim og á einhverri spjallsíðu las ég að Ágúst hefði tekið viðtölin. Þótt ég hefði vel þegið að sjá Ágústi bregða fyrir er ég samt svo þakklát þegar stjórnandi og spyrill heldur sig til hlés.

Og þá að efni máls. Gunnar Þórðarson verður áttræður í byrjun næsta árs og þá verður örugglega eitthvert húllumhæ þannig að það er frábært að vera aðeins á undan skriðunni. Ég get ekki bætt neinu við afrekaskrána hans eða það sem viðmælendur sögðu um hann. Ég er sjálf mjög gefin fyrir talað mál og lítið fyrir að velja mér tónlist. Ég veit þó sannarlega að lífið væri litlausara án tónlistar og þekki auðvitað öll helstu lög Gunna en ekki öll þau 500 sem hann hefur samið. Það sem viðmælendur sögðu og hrósuðu Gunna fyrir var svo dásamlega efnisríkt og laust við mærð að ég varð raunverulega miklu nær um tónlist og manneskju.

Hattinn ofan fyrir þessu páskasjónvarpi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband