Lagabreyting 2021

Ég er að reyna að glöggva mig á umræðunni um stjórnmálasamtök annars vegar og félagasamtök hins vegar. Skatturinn er með lista yfir skráð stjórnmálasamtök  og þar kennir ýmissa grasa sem ekki eru á þingi. Samtals eru framboðin 25. Eru þá allir listar sem eru í sveitarstjórnum þarna eða vantar kannski líka stjórnmálaframboð á því stigi?

Hjá Skattinum er líka eyðublað til að breyta skráningu úr félagasamtökum í stjórnmálasamtök og byggir á lögum frá 2006 sem virðist síðast hafa verið breytt 2023.

Svo finn ég frétt frá 2022 á vef Stjórnarráðsins með yfirskriftinni:

Vilji stjórnmálasamtök þiggja opinbera styrki þurfa þau að skrá sig

Fréttin er reyndar mjög ruglingsleg en inntakið sýnist mér samt vera það sem stendur í fyrirsögninni.

Þá er spurningin: Af hverju skrá stjórnmálasamtök sig ekki sem slík ef það er forsenda þess að þiggja styrki – ef þau vilja þiggja styrki? Samkvæmt gjaldskrá kostar það 30.000 kr.

Og: Hver er ábyrgð Fjársýslunnar?

Loks: Tóku þau stjórnmálasamtök sem mest hafa verið í umræðunni ekki þátt í að setja þessi lög?

Ef þessi breytingalög eru þau sem um ræðir, nr. 109/2021, voru þau samþykkt með 52 atkvæðum, 11 voru fjarverandi.

Ég er voða hrædd um að margur öryrkinn hafi þurft að endurgreiða ofgreiðslur sem hann þáði í góðri trú um að greiðandinn vissi hvað hann væri að gera. Ef greiðandinn leggur lykkju á leið sína til að endurheimta 240 krónur get ég ímyndað mér að honum finnist ástæða til að ganga eftir 240 milljónum króna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þú spyrð: Hver er ábyrgð Fjársýslunnar? Svarið er: Það virðist vera svo að á Íslandi bera embættismenn ekki ábyrgð eins og t.d. "Græna skrímslið" í Breiðholti svo bara sé eitt dæmi tekið. 

Sigurður I B Guðmundsson, 28.1.2025 kl. 11:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf fleira til en bara að fylla út eyðublað og senda.

Lögin gera nefnilega kröfu um að tiltekin atriði þurfi að koma fram í samþykktum stjórnmálasamtaka. (Sjá 2. gr. h laganna)

Það getur þurft að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum samtaka til að uppfylla þessar kröfur og það verður ekki gert nema á aðalfundi.

Þess vegna þarf fyrst að halda aðalfund og breyta samþykktunum. Svo er hægt að fylla út eyðublaðið og senda það til að breyta skráningunni formlega.

Fram að þessari breytingu á lögunum voru öll stjórnmálasamtök skráð sem almenn félagasamtök, en það sem aðgreindi þau frá öðrum slíkum samtökum var að hjá fyrirtækjaskrá voru þau skráð með atvinnugreinaflokkunina "94.92.0 Starfsemi stjórnmálasamtaka". Þessi nýja skráning snýst því ekki um annað en einn nýjan reit sem þarf að haka í. Stjórnmálasamtök sem hafa þegar gert slíka breytingu eru eins og áður með atvinnugreinaskráninguna "94.92.0 Starfsemi stjórnmálasamtaka" hjá fyrirtækjaskrá, það hefur ekki breyst.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2025 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband