Fermetraverð elliblokkanna

Ég sá á forsíðu Fréttablaðsins í morgun að fermetraverðið á íbúðum fyrir aldraða í Vogahverfinu ætti að kosta upp undir 500 þúsund kr. fermetrinn. Og allir í borgarkerfinu klóra sér í höfðinu og botna ekkert í þessu ef marka má fréttina sjálfa.

Ég spyr bara: Þarf einhver að kaupa þetta? Ef nýbyggingarnar eru of hátt verðlagðar seljast þær bara ekki, er ekki svo? Eða ætlar borgin að kaupa, er hún búin að lofa því? Ég hef svo sem ekki leitað að umfjöllun um þessa frétt en ég hef heldur ekkert heyrt um þetta.

Er hátt verðlag að verða eitthvert lögmál? Er OF hátt verðlag að verða eitthvert lögmál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband