Mánudagur, 16. júlí 2007
Bruni og bílslys fara framhjá mér
Ekki ætla ég að kvarta yfir því að bílslys sneiði hjá mér en mér fannst skrýtið að keyra nánast allan hringinn í kringum Norðurál í dag og sjá engin ummerki um brunann í gær, bruna sem átti að vera 100 metra í burtu frá álverinu og ná yfir 1 ferkílómetra svæði.
Ég keyrði yfir Borgarfjarðarbrúna skömmu áður en slys varð þar síðan í hádeginu - og mætti Einari Helga gangandi á brúnni. Maðurinn er ekki einu sinni fluttur til landsins en samt verður hann alls staðar á vegi mínum.
Og mikil dásemdarblíða er þetta, mig svimar af góðu veðri. En líka er ég orðin afskaplega lúin. Og leið á kaupinu, enda ætla ég núna bara að klára það sem ég er búin að lofa mér í, og lofa síðan sjálfri mér að vera frekar í fríi í fríinu mínu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.