Ferðamálamógúll á morgunvakt RÚV 23. júlí

Ég pikkaði þetta viðtal við Kjartan Lárusson upp af síðu Félags leiðsögumanna. Kjartan hefur marga fjöruna sopið og þekkir tímana tvenna í bransanum. Honum finnst eins og fleirum löngu tímabært að marka skýra stefnu í ferðamálum. Nú eru ferðamenn að verða sjálfstæðari í ferðalögum sínum, láta ekki tildra sér upp í rútu lengur og keyra með sig hringinn, nú leigja margir bílaleigubíla og fara leiðir kattarins. En ég get ekki betur heyrt en að Kjartani finnist sem ferðaþjónustan sé að taka við - og eigi að gera það - af sjávarútveginum og verða þannig annar mesti atvinnuvegur landsins á eftir fjármálaþjónustu. Er ég kannski farin að lesa meira í viðtalið en Kjartan gefur mér tilefni til?

Svo er annar Kjartan sem veifar og veifar gulrót framan í ferðamálayfirvöld, Gullhring deluxe. Það er frábær hugmynd og einkum og sér í lagi leggst vel í mig að nýta Hvalfjörðinn.

Svo skil ég ekki hvers vegna sumir túrar byrja ekki seinni part dags, jafnvel svo seint sem kl. 15. Það er hreint dásamlegt að standa við Geysi kl. 19 eða vera innst í Hvalfirðinum undir miðnætti á bjartasta tíma árs. Væri ekki upplagt að nota tíma Bandaríkjamanna og láta ferðirnar byrja á tíma sem hentar klukkunni þeirra? Þá held ég að næðist betri nýting á bjartasta tíma. Það kallaði vitaskuld á hagræðingu, eins og að bera fram morgunverð á sama tíma og hádegisverð á sumum hótelum. Er það kannski ekki hægt, ha?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Allar svona breytingar kalla á nýtt skipulag.  Rútuferðir geta vel byrjað seinnipart dags og verið fram á kvöld með því næðist meiri hagræðing á sumum stöðum t.d á geysi þá væri hægt að hafa fullt í mat bæði á hádeigi og á kvöldi.  við sem stöfum í ferðaþjónustu verðum að vera vakandi yfir öllum þeim möguleikum sem skapast í ferðamálum.  Það eru margir möguleikar til það er aðallega að spila rétt úr þeim.  Í mínu námi í ferðamálafræðum hef ég séð marga möguleika sem gaman væri að vinna með og er ég nú þegar farinn að vinna að einni hugmynd sem ég fékk og er að útbúa drög sem sveitastjórn á viðkomandi svæði vill skoða.  Svo möguleikarnir eru víða.

Þórður Ingi Bjarnason, 25.7.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband