Miðvikudagur, 26. desember 2007
Ragnar Bragason eftir tæpa viku
Ekki kvíði ég áramótaskaupinu ef Ragnar Bragason fer jafn vel með húmor og hann fer með mannlega eymd. Börn er nístandi mynd, handritið ekki fyrirsjáanlegt og leikararnir - Nína Dögg, Gísli Örn x2, Ólafur Darri, Margrét Helga og aðrir sem ég veit ekki hvað heita - spiluðu á tilfinningarnar eins og ekkert væri.
Átakanlegust var staða Karitasar sem sameinaði óviðjafnanlega kokhreysti og uppburðarleysi. Ég svitna við upprifjunina á því þegar henni varð ljóst að lyfjadópið hafði ratað ranga leið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.