Nú er friðurinn úti

Ég friðargekk á þorláksmessu að vanda. Ég hlustaði á Höllu Gunnarsdóttur, blaðamann á Mogganum, flytja friðarboðskapinn á Ingólfstorgi. Hver einstaklingur skiptir máli, hver einasti sem tekur afstöðu með friði tekur afstöðu gegn ófriði og ofbeldi. Ég vel að trúa því og vera sammála Höllu. Og það er ÖMURLEGT að Benasír Búttó skyldi vera myrt, ekki út af Pakistan fyrst og fremst heldur vegna hennar sjálfrar, fjölskyldu, þjóðar, annarra þjóða - og mín.

Þetta eru mannanna verk, einstaklinga eins og við erum líka sjálf. Þessu getur linnt. Og einhvern tímann linnir ófriði. Ég hlýt að trúa því að við viljum lifa með friði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband