Sunnudagur, 27. janúar 2008
Ása sá sól og Óla róla og hjóla
Fyrirsögnin er kannski ekki sérlega lýsandi fyrir Kára og Höllu sem ég sá í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Hún var samt notuð til að túlka kennslu fyrir útlendinga.
Það var smekkfullt á 2. sýningu þessa kolsvarta gamanleiks eins og sýningin er kynnt - og salurinn hló sárasjaldan. Mér finnst svolítið sárt að hugsa til þess vegna þess að ég hef séð verk eftir Hávar sem ég hef verið mjög hrifin af.
Hann meinar vel, deilir á neysluhyggju og útlendingafordóma en því miður með svo svakalegum klisjum að mér var aldrei komið á óvart, engin ný sýn, ekkert nýtt sjónarhorn. Persónurnar voru mjög brokkgengar, ýmist algjörlega heiladauðar eða skyndilega býsna skynsamar.
Búningar voru allir gráir og lífguðu ekki mikið upp á.
Þetta fannst mér.
Athugasemdir
Ásinn er hins vegar himinlifandi yfir leikhúsupplifun sinni síðustu dagana. Á fimmtudaginn sá hann aðalæfingu á Vígaguðinum á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og á föstudaginn Ívanov. Óhætt að mæla með báðum verkum.
... frekari umfjöllun um leikrit í næsta hittingi?!
Ásinn (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 08:28
Gummi talaði líka um að Vígaguðinn væri frábær og undraðist mjög dóm Maríu Kristjánsdóttur. Hefur Ásinn séð þann dóm?
Jájá, við þurfum að hafa leikhúshitting mjög fljótlega. Svo er Laufið í mikilli menningarreisu í Kaupmannahöfn og þarf ábyggilega að segja okkur fjálglega af krókódílum og kengúrum og emúum, þ.e. hvernig kjötið af þeim skepnum bragðast.
Berglind Steinsdóttir, 28.1.2008 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.