330 blaðsíður með engum svefnhléum

Sjálf náði ég ekki að lesa Þúsund bjartar sólir í einni lotu. Samt hlýt ég að mæla með því að lesandinn láti ekki hégómlegt daglegt smástreð trufla einbeitinguna.

Einn er harmleikur, þúsund er tölfræði - það er segin saga. Og þótt maður sjái í dagblöðum að ósanngjarnir menn breyti ranglega, brjóti menningarverðmæti og lúberji fólk, limlesti og drepi, svívirði og hrakyrði verður það sjaldnast meira en frétt. Og þótt persónurnar Mariam og Laila, Jalil, Rasheed og Tariq, Aziza og Zalmai séu skáldskapur lifna þær miklu fremur en sannar manneskjur í stuttri blaðagrein.

Já, þetta sér hver maður.

Einhverra hluta vegna var ég ekki svona hrifin af Flugdrekahlauparanum. Þótt ég þykist bærilega góð í ensku dettur mér í hug að það sé að einhverju leyti vegna þess að ég las hana ekki á móðurmáli mínu. Ég ætti kannski að lesa þýðinguna og vita hvað mér finnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakaleg bók. Las hana á 14 tímum með einu svefnhléi  Mæli með því að fólk byrji á henni fyrrihlutadags til að geta klárað samdægurs.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég las þessa bók á ensku og var alveg heilluð. Flugdrekahlauparann las ég á íslensku en fannst hún ekki eins dásamleg og þessi en góð samt.

Steingerður Steinarsdóttir, 4.2.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jæja, þá er ég ekkert að reyna aftur við Flugdrekahlauparann. Mér fannst hún alveg bærileg en ekkert meira en það.

Berglind Steinsdóttir, 4.2.2008 kl. 18:13

4 identicon

Flugdrekahlauparinn er besta bók sem ég hef lesið!

Tóti (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 20:24

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Í hádeginu komst bókin til tals og ég sagðist eitthvað ekki hafa kunnað að meta kaflann í Bandaríkjunum sem mér fannst svo melódramatískur hjá feðgunum. Þá var ein sem hafði einmitt fílað hann svo vel. Það er gott þegar bækur höfða misjafnt til fólks, ekki verra ef þær skapa umræðu og vekja vægar deilur.

Tóti, nú væri gaman að vita hver næstbesta bókin í safninu þínu er svo að ég fái betri mynd af bókmenntasmekknum. Besta bókin að mínu mati er Glæpur og refsing og ég þori ekki að lesa hana aftur af ótta við vonbrigði. Annars á ég fjarska erfitt með að stimpla bækur.

Berglind Steinsdóttir, 6.2.2008 kl. 00:23

6 identicon

Meistarinn og Margarita er næstbest eða betri, kannski eru þær báðar betri! Já það er sannarlega margt í mörgu ...

Tóti (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 20:26

7 identicon

Þúsund bjartar sólir liggur reyndar ennþá ólesin á náttborðinu, síðan á jólum.  það er ekki komið að henni ennþá. Skyldi hún enda sem best?!

Tóti (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:16

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nooo, ég lít á þetta sem hvatningu til að lesa Búlgakoff sem ég hef ekki komið í verk. Þú veist þínu viti, Tóti. Reyndar er Nafn rósarinnar á náttborðinu mínu - og búin að vera of lengi. Ég er öll í léttmeti eins og stjórnmálum Miðausturlanda ... og núna Brick Lane - í atvinnuskyni.

Berglind Steinsdóttir, 6.2.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband