Clinton er minn maður miðað við spurningalista

Ef Egill Helgason villtist aftur inn á síðuna mína gæti það ljós runnið upp fyrir honum að ég notast við ýmislegt af síðunni hans. Eftir að hann setti sig niður á Eyjunni fór ég að lesa hann reglulega, ekki meðan hann var á Vísi. Veit ekki af hverju.

Núna rakst ég á spurningalista um hvaða frambjóðandi væri frambjóðandi manns. Ég þykist alltaf vera vel slarkfær í ensku, en þó var þarna snúin spurning (kannski tvær) sem getur vel vafist fyrir íslenskum lesendum. Ég hallast að því að skilningur minn hafi verið ágætur því að Hillary Clinton fékk besta útkomu hjá mér, 53 stig. Næstur var Barack Hussein Obama með 48, svo þessi Mike Gravel  (37) sem Egill valdi, sér að óvörum. Mitt Romney var næstur með 16 stig (er hann ekki ógurlega spenntur fyrir fósturvísum?), þá John McCain með 16, Mike Huckabee með 15, Ron Paul (14).

Verst að mega ekki kjósa þarna vestur frá.

photo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ! Nei, Ásinn er ósköp feginn að þrufa ekki að kjósa þarna í B.N.A.  Hann skilur ekkert í þessum kosningalögum og hefur þó reynt að setja sig inn í þau.

Ásinn (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband