34,64% kosningaþátttaka - viðvarandi áhugaleysi

Við hreykjum okkur af mikilli og lýðræðislegri þátttöku í kosningum á Íslandi. Nemar eru stór hópur sem hefur mikilla hagsmuna að gæta. Þetta þátttökuhlutfall er svo sem ekki nýtt í háskólakosningum, en hvað veldur? Höfum við það of gott? Eru fylkingarnar of einsleitar? Nógu vel eru þær kynntar, greinaskrif í dagblöðum í aðdraganda kosninga og hvaðeina.

Eru allir hamingjusamir með aðganginn að námslánum? Draga Röskva og Vaka kannski hvort eð er ekki þann vagn?

Maður hlýtur að spekúlera.  


mbl.is Röskva sigraði naumlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil go sæl,

Ég hef alltaf talið þetta helgast af því að af 10 þúsund stúdentum við Háskólann eru rétt rúmlega sex þúsund taldir "virkir" af Háskólanum og Menntamálaráðuneytinu. Þessir tíu þúsund eru samt allir á kjörskrá.

Af þessum sex þúsund er dágóð prósenta í fjarnámi og dágóð prósenta í fáum eða engum tímum heldur einungis ritgerðum og eða verkefnum.

Ef þú skoðar kjörsókna yfir þá sem sækja tíma á kjördögum held ég að kjörsókn sé nær 80% en 40%.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Góður punktur, Þórir. Ég gerði mér ferð til að kjósa þótt ég sé ekki í neinum áfanga þessa önnina en auðvitað er aðgengi fólks misgott. 80% er dágott - en fréttaveitur mættu líka stilla hlutfallinu svona upp eins og þú gerir.

Væri ekki ráð að Háskóli Íslands leiddi nýjungina „rafræna kosningu úr hvaða nettengdri tölvu sem er“? Fjarnemar hljóta að hafa skoðanir og líka hinir sem komast ekki á kjörstað þessa tvo daga.

Berglind Steinsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:31

3 Smámynd: Haukur Hólmsteinsson

Ég held að það sé stefnan að kosningin á næsta ári verði rafræn

Haukur Hólmsteinsson, 8.2.2008 kl. 15:56

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Vei, og ég sem hélt að ég væri að viðra splunkunýja hugmynd.

Berglind Steinsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband