En í samanburði við NOVA?

Það eru auðvitað gleðitíðindi þegar fyrirtæki ætla að hagræða í rekstri sínum og bjóða viðskiptavinum lægra verð. En mér finnst grunsamlegt að Tal ber sig hér saman við tvö ráðandi fyrirtæki á markaði en gerir ekki tilraun til að skoða verðlagninguna hjá fyrirtæki sem er að reyna að ná markaðshlutdeild. Ég er fylgjandi samkeppni, alltaf, en orðin svolítið uppgefin á að reyna að styðja við hana og svo rennur fyrirtækið sem ég hef nýlega skipt yfir til saman við fyrirtækið sem ég var að hætta í viðskiptum við.

Í þetta sinn ætla ég ekki að róta mér alveg strax en fylgjast vel með. Fyrirtækið sem endist fær á endanum viðskiptin. Þá undanskil ég samt Símann sem fékk að kaupa grunnnetið fyrir slikk og hefur yfirburði í krafti einokunaraðstöðu.


mbl.is Boða 20-30% lækkun fjarskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú hefðir gefið þér tíma til þess að skoða síðuna hjá tal þá hefðirðu séð að þeir eru ekkert að bera sig undan samanburði við nova:

http://tal.is/index.aspx?groupid=650 

Kebab Bob (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Alveg rétt hjá þér, ég las bara frétt mbl.is.

Berglind Steinsdóttir, 4.5.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband