Í boði [bíb] ...

Og svo er næsta skref væntanlega að leyfa aðgang aftur þegar búið verður að setja uppi skilti með áletruninni: Í boði Kerfélagsins ehf. (eða einhverju ögn liprara og með sterkara auglýsingagildi). Þetta höfum við leiðsögumenn spaugað um á undanförnum árum - enda er húmor besta leiðin til að nálgast viðkvæmt efni. Og mér finnst heldur dapurlegt að 6500 ára gamall gígur í náttúru Íslands skuli vera í einkaeigu.
mbl.is Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er gott mál að takmarka umferð um kerið þar sem miklar skemmdir hafa orðið þar út af átroðningi.  þolmörk svæðisins erf sprungið og hefði þurft að takmarka þetta fyrr.

Þórður Ingi Bjarnason, 27.6.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Almennt séð er heldur ekki ástæða til að fjölga ferðamönnum á Íslandi, náttúran er víðar viðkvæm. En ætli eigi að gera Kerinu eitthvað til góða eða bara láta ferðamenn í einkabílum hlaupa á brúninni núna?

Berglind Steinsdóttir, 27.6.2008 kl. 08:34

3 identicon

Hef frétt af því að eigandi Kersins vildi fá greiðslu í egin vasa frá rútubílafélögum fyrir að stoppa í Kerinu. Peningarnir áttu að vera arður af eigninni og ekki að fara til uppbyggingar á svæðinu enda hefur Vegagerðin staðið sig ágætlega við það verk.

anna (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þessu gæti ég trúað. En hver á Kerið? Og af hverju á einhver Kerið?

Berglind Steinsdóttir, 27.6.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband