Hver setur stofuna út í bílskúr?

Mikið leiðast mér fasteignaauglýsingar sem láta eins og bílskúrinn sé hluti af íbúðinni. Ég sé þetta æ oftar og einu sinni sá ég auglýsingu þar sem svalir voru reiknaðar með í fermetrafjöldann. Þetta gerir mig neikvæða gagnvart bæði eigninni og fasteignasölunni.

Þrátt fyrir einhverja lækkun finn ég enn ekki eignina sem mig langar að kaupa. Og alls ekki á okurverði með falslýsingum. Maður ætti kannski að íhuga Pólland ... Ég fer a.m.k. til Krakár í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Til sölu íbúð sem búið er að breyta í bílskúr. Eignin er 35 fermetrar, þar af 25 fermetra svalir. Eign sem býður upp á marga möguleika. Fyrstir koma fyrstir sjá.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 27.6.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hehhe, það er sum sé kvóti á sýnileikanum.

Berglind Steinsdóttir, 27.6.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband