Afhjúpun upplýsingaskiltis um Laugarvatnshelli á morgun

Mér finnst alltaf gaman að stoppa við Laugarvatnshelli, sérstaklega með ferðamenn og sýna þeim mjúkt bergið. Þarna bjó fólk fyrir tæpri öld og nú er ég spennt að sjá á morgun hvaða upplýsingar verða reiddar fram.

Af vef Félags leiðsögumanna: 

Laugardaginn 28. júní 2008 kl. 16:30 verður afhjúpað upplýsingaskilti um hjónin sem bjuggu í hellinum á Laugarvatnsvöllum snemma á síðustu öld. Í ár er Ungmennafélag Laugdæla 100 ára en hjónin sem bjuggu í hellinum árið 1910 voru aðalhvatamenn að stofnun þess. Seinni ábúandi í hellinum varð síðar ritari félagsins.  UMFÍ fagnar afmælinu m.a. með því að minnast þessara manna með athöfn við hellinn. Skiltið sem afhjúpað verður er kostað af Vegagerðinni. 

Allir eru velkomnir. 

Efri myndin er af: http://www.eyjar.is/~icefire/gluggar/svaedid/naturfyrir/laug%20hell.htm - eftir morgundaginn koma mínar eigin.

Neðri myndinni stal ég af þessari: http://www.flickr.com/photos/runardo/2576326822/.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú máttir alveg stela þessarri mynd :)

Rúnar (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, takk. Ég er samt dálítið sakbitin.

Berglind Steinsdóttir, 30.6.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband