Bláa lónið enn ekki komið í gufubaðið á Laugarvatni

Um helgina rúntaði ég dálítið um Lyngdalsheiðina og ákvað að sannreyna hvort Bláa lónið væri búið að dubba upp á gufubaðið á Laugarvatni, eina náttúrulega gufubað landsins. Mér láðist að líta eftir Líkasteinum þeim sem Jón Arason og synir hans voru lagðir á eftir að þeir höfðu verið hálshöggnir í Skálholti 1550. Ég fer ekki nógu oft niður að vatninu.

En Bláa lónið stóð ekki við fyrirheitið, sbr. mynd:

Gufubaðið góða á Laugarvatni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er ekki nógu gott:

Sigurjón Þórðarson, 30.6.2008 kl. 10:59

2 identicon

Æ taktu mig samt með næst þegar þú ferð á Laugarvatn. Agalega langt síðan ég hef komið þangað.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Neinei, Habbý mín, það verður frekar Esjan. Ekki satt? Hótel Esja sem búið er að umskíra Hilton. Hmmm. Ég held a.m.k. að Laugarvatn sé ekki á dagskrá, ekki nema til að fara í Lindina þá og borða steiktan silung.

Eruð þið með? Samt ekkert lón, sko.

Berglind Steinsdóttir, 30.6.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband