Skilti við Laugarvatnshelli vígt í gær

Sem leiðsögumaður hef ég látið eftir mér að stoppa við þennan helli á Gjábakkaleið/Lyngdalsheiði milli Laugarvatns og Þingvalla. Það verður þó að vera í ekki of skipulögðum ferðum vegna þess að það tekur aldrei minna en hálftíma. En mjög gefandi hálftíma þegar tækifærið gefst.

Veður í gær var fallegt en vindurinn á hraðferð. Það háði þó ekki öðrum en þeim örfáu sem voru fullglænepjulegir um hálsinn og drifu sig inn í bílamergðina sem var á staðnum. Enda enginn strætó á þessari leið, hehe!

Laugarvatnshellir, vegaskiltiOg það var flaggað

 

 

 

 

 

Ungmennafélag Laugdæla er 100 ára í ár og þetta er meðal þess sem félagið gerir sér og öðrum til skemmtunar. Í ár eru líka 100 ár síðan fólk flutti fyrst í hellinn - já, hann var mannabyggð og skv. því sem ræðumaður hafði eftir öðrum ábúandanum var þetta besta sumar ævi hans, hann nýástfanginn og með sólina inn um dyrnar allt heila sumarið. Á næsta ári má blása til gleðskapar í minningu þess að þá verða 100 ár síðan fyrsta fólkið flutti úr hellinum. Það unga par bjó þar í 11 mánuði eins og kemur fram á skiltinu sem var afhjúpað í gær.

Og mér finnst gaman að segja frá því að dóttir hjónanna sem bjuggu þarna 1910 (hún þó ekki fædd fyrr en 1922) er góð vinkona mömmu og pabba. Og hér er mynd af pabba og Bensa hennar Lóu:

Pabbi og Bensi

Glímukappar brugðu á leik. Því maður kann ég ekki að segja frá brögðunum:

Einn Tveir

 

 

 

 

 

Hælkrókur?

 

 

Ippon? 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband