Gjaldtaka stendur fyrst og fremst undir sjálfri sér í ferðaþjónustu

Hvernig á að rukka inn í Skaftafell? Hvað eigum við að hafa margar stöðvar? Á að vera sólarhringsvakt? Hvar á girðingin að enda? Spillir hún útsýninu og upplifuninni?

Mývatn?

Hvítserkur?

Vatnsdalshólarnir?

Borgarvirki? Gerðuberg? Faxi?  Kirkjugólf? Fjaðrárgljúfur?

Ó, eða er kannski meiningin að velja fyrst og fremst þá staði sem nú eru vinsælir meðal fjöldans og stýra þannig fólki á hina staðina? Kannski gæti það lukkast.

Ég held bara að gjaldtaka á staðnum sé fyrst og fremst til þess fallin að standa undir gjaldtökunni sjálfri. Starfsmennirnir munu sum tímabil sitja yfir sjálfum sér, skilyrðislaust ef meiningin væri að vera með heilsársrukkun.

En sennilega dettur þetta engum í hug í alvöru. Sennilega eru menn að tala um að setja gjald inn í seldar ferðir, gistinætur eða flugfarseðla. Hvernig væri að prófa bauka og höfða til skilnings og skynsemi?

Og hvernig væri að koma Vestfjörðunum á kortið? Þar er vannýtt auðlind.


mbl.is Segir gjaldtöku koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband