Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Útsala eða ekki útsala, þar er efinn
Kunningjakona mín ein átti stórafmæli um daginn. Hún fékk men sem henni þótti of langt. Hálfum mánuði síðar fór hún í skartgripabúðina og vildi skipta 55 sm keðju í 50 sm keðju. Helst vildi hún fá muninn greiddan út en gerði sér grein fyrir að líklega þyrfti hún að fá innleggsnótu og halda áfram viðskiptum þarna.
En nei, ónei, hún átti að borga á milli! Og hvers vegna? Vegna þess að keðjan sem var keypt 25. júní kostaði þá 8.900 krónur en 15. júlí var búið að hækka hana í 13.400 - og reyndar var líka búið að hækka veðrið á styttri keðjunni. Afgreiðslumaðurinn ætlaði að taka seldu keðjuna til baka á gamla verðinu og selja henni þá styttri á nýja verðinu.
Skyldi hann þá líka hafa ætlað að selja þá stöku keðju sem hún skilaði á gamla verðinu?
Og ef þarna skyldi einhvern tímann verða útsala ætlar hann þá að taka seldu vörurnar til baka á gamla verðinu en ekki útsöluverðinu?
Ég er nefnilega búin að fá augastað á hjóli ... í allt annarri búð.
Athugasemdir
Það á alltaf að láta fylgja nafn á búðinni þegar svona sögur eru sagðar svo við hin getum forðast viðskipti við svona fólk!
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 10:27
Tek undir það! Þá fyrst hefur það áhrif.
Laufey (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:08
Æi, Meba í Kringlunni.
Berglind Steinsdóttir, 23.7.2008 kl. 11:49
Takk, þá fer maður ekki þangað!
Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 13:04
Nema búðin hafi líka hætt við að hækka verðið hjá sér sisona um 50% ... nei, lítil von. Best að kaupa skart í útlöndum? Hjá Georgi Jensen kannski? Ég er á leið til Kaupinhafnar, sko.
Berglind Steinsdóttir, 23.7.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.