Náttúran lætur ekki að sér hæða

Vissulega vorkenni ég hrefnunni en svona er hin grimma náttúra. Ætli einhverjir útlendingar hóti núna að hætta við að koma hingað?

Ég hef frétt af útlendingahópum sem hættu við að koma hingað vegna jarðskjálftanna í lok maí. Í útlenskum miðlum var jarðskjálftunum lýst þannig að hús hefðu eyðilagst. Einhverjir hafa hætt við vegna fundinna og ófundinna ísbjarna. Skyldi nú framferði háhyrninganna verða til þess líka að menn sitji frekar heima en taki áhættuna á ævintýri?

Minni á að Árni Björnsson segir frá annars konar náttúruhamförum á Þingvöllum í kvöld.


mbl.is Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli sameinuðu þjóðirnar eigi eftir að hafa uppi á hópnum og flytja hann fyrir alþjóðlegan glæpa dómstól?

Hvað segir grínpís við þessu? "Hnattræn Hlýnun pirrar hvali og veldur þessari hegðun". :P

Alex (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband