,,Hagfræði er sálfræði"

Þetta sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur í Markaði Björns Inga Hrafnssonar á laugardag. Við getum talað upp og talað niður, sýnt traust eða vantraust - á því veltur krónan.

Ég vona að mér verði forlátið þótt hagfræði sé farin að virka á mig eins og tilfinningasemi.

Öðru var að heilsa á borgarafundi Gunnars Sigurðssonar og félaga í Háskólabíói í kvöld. Ótrúlegt hvað fólk sem hlýtur að vera heitt í hamsi nær að vera yfirvegað, málefnalegt og hnitmiðað. Og enn komu fjórir nýir frummælendur með fersk sjónarhorn og beitt spjótalög, skýrar tillögur og gagnlegar ábendingar. 

Ég hlýt hins vegar að vera efni í hagfræðing, ég er öll í tilfinningarússi eftir stöðu mína í anddyrinu í kvöld.

Ég tek 8. desember frá fyrir næsta fund, einnegin í Háskólabíói, þá með forkólfum verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða líka. Og skal ég sko mæta eigi síðar en 19:45. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú ert svo skemmtilega hnyttin í skrifum þínum. Frábær lesning Þakka þér fyrir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Æ, takk.

Berglind Steinsdóttir, 25.11.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband