Laugardagur, 6. desember 2008
Má einkavæða kirkjuna?
Getur kirkjan verið sjálfbær?
Matthías Ásgeirsson í Vantrú og Gunnar Þorsteinsson í Krossinum ræddu um trú, trúarbrögð og fleira af því taginu í framhaldi af bíómyndinni Religulous sem verður brátt tekin til sýninga. Myndin sú fjallar víst um trúarbrögð, áhrifamátt þeirra og e.t.v. skrumskælingu. Hún er ekki komin í bíó þannig að ég veit ekki alveg.
Matthías sagði að hún væri nógu fyndin til að sjá hana þótt hún væri ekkert spes en Gunnari fannst hún aðallega vitlaus. Eitthvað á þá leið skildi ég þá.
Sjálf er ég ekki sérlega trúuð á trúarbrögð, trúi á ýmislegt gott, siðlegt, göfugt - en ekki í nafni kristni, íslams eða annars. Kirkjan gerir ekkert fyrir mig og mér finnst tímabært að hún standi sjálf undir sér.
Er það ekki eðlileg tilætlunarsemi í ljósi þess að minnihluti aðspurðra í þjóðkirkjunni segist kristinn? Ég hef að vísu ekki séð könnunina sem Matthías vísaði í og er ekki nógu áhugasöm til að leita. Ég þekki gott fólk sem syngur í kirkjukórum en ég kannast ekki við að það sé að öðru leyti kirkjurækið. Kannski fólk iðki trú á laun, en ég man ekki eftir neinum í nær- eða fjarumhverfi mínu sem sækir kirkju.
Hver tapar á því ef kirkjan sjálf verður einkavædd og sett á markað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 5. desember 2008
Smjörklípa Bents A. Kochs
Folkets syndebuk: Jeg advarede, men ingen ville høre
Manden, som islændingene mener, er den skyldige, går ikke frivilligtI alle store nationale kriser er der brug for en syndebuk. I Island er de fleste ikke i tvivl om, at han hedder David Oddsson, tidligere statsminister, formand i sytten år for Islands største parti, teaterdirektør, borgmester i Reykavik, gammel journalist og meget mere.
Men nu først og fremmest folkets syndebuk .
Måske er forklaringen på, at så mange elsker at hade David, som alle her kalder ham, at de har set på ham i så mange år, at mange unge ikke husker, de har set nogen anden!
Islændingene nåede at blive godt trætte af at se David her og der og alle vegne. Han var -og er - dygtig, et politisk dyr, ville vi sige, med stor udstråling, glæde ved magt og parat til at bruge den.vSine venners ven og sine fjenders fjende. En stor personlighed med megen charme, måske for stor til Island. Eller er Island for lille til ham? Og så er han naturligvis digter med flere bøger, lyrik som prosa, bag sig.Islands mest udskældte
Jeg træffer David i hans kontor, møbleret med Børge Mogensen møbler og Wegners de bedste. Bankens bygning er ny, ligger ved havnen og med udsigt til hav og bjerge. Naboen er det nye musikhus, tegnet af Henning Larsen. Det er endnu ikke færdigt, og mange krydser fingre for, at Reykjaviks nye vartegn ikke kommer til at henligge som en ruin. Kranerne kører endnu. Men hvor længe?
- Hvordan er at være Islands mest udskældte mand?.Med en fri presse var det ikke sket
- Jamen har I ikke svigtet? Hvordan kunne man tillade, at den private finansielle sektor blev tre gange så stor som statens budget, og I nu skal låne - og tilbagebetale - fem milliarder dollar - ca. 35 milliarder danske kroner - et kæmpebeløb for en nation på kun 320.000 sjæle?
- Ja, det er tre gange større end vort nationalprodukt og 10 gange statens budget.
Banken og jeg har også advaret, hvad jeg netop har gjort opmærksom på i en stor tale, som jeg tror vil ændre opfattelsen af mig.
Faktisk advarede vi hele tiden Men ingen ville høre, slet ikke bankledelserne. Og dem stolede politikerne på.
Heller ikke offentligheden ville høre. Ingen vil kunne nægte, at jeg har været meget kritisk over for de nye finansfolk. Jeg så en stor fare i, at de fik stadig større magt og bl.a. ønskede også at sætte sig på medierne.
Derfor lavede jeg en lov, der vendte sig mod den mediekoncentration, der var under opsejling.
Men Præsidenten nedlagde veto og jeg blev syg, og loven blev ikke til noget. Derfor har vi ikke en uafhægig, fri presse. Den er ejet af de samme kredse, der har styrtet os i ulykke. Hvis vil havde haft en fri presse, der havde kunnet og ville kontrollere de sande magthavere, var vi ikke kommet ud i det stormvejr, der nu hersker.Tilliden ude i verden
- Men det var din regering, der privatiserede bankerne?
- Ja, ellers var der intet sket. Vi behøvede dynamik. Men udviklingen gik for vidt.
- Hvem vil kollapset gå ud over?
- Alle, fordi købekraften vil gå ned og arbejdsløsheden øges. Levestandarden vil falde, dog næppe mere end til niveauet i 2003 - 04. Det gode er, at næsten ingen med penge i banken vil miste dem på på grund af en bankgaranti, regeringen har udstedt.. Men mange aktionærer og også udenlandske banker har tabt penge på os.
Udfordringen til os nu er genskabe den tillid ude i verden, vi har mistet. Vi skal vise, at vi er et folk, man kan stole på. I øjeblikket er det kun nationalbanker, der låner penge til vore banker, der jo nu er statsejede. Man kan sige, det er stat der låner til stat.
Det kan ikke blive ved.
- Har Islands stolthed fået et knæk?
- Ja, for stolthed betyder meget for os - for hver eneste islænding. Den er en del af vores nationalkarakter. I denne sammenhæng er det godt, at alle partier er blevet enige om at nedsætte en undersøgelseskommision, der kan fortælle befolkningen, hvorfor det er gået så galt.
Offentligheden har krav på at vide altVil kæmpe
- Bør Island ikke søge ind i EU
Det mener mange, måske de fleste, i dag. EU og vore nuværende problemer har ikke noget med hinanden at gøre. Jeg har altid været imod islandsk medlemsskab, og det er jeg stadig.. Men hvis mit parti beslutter sig for at søge om medlemsskab, vil jeg ikke gå imod. Mit parti må selv tage stilling.
- Mange kræver, at du som et sonoffer skal forlade din post?
- Jeg er kun 6o år og atter helt rask, så jeg har tænkt mig at sidde endnu nogle år og derefter træde tillbage lige så frivilligt, som jeg gjorde som statsminister. Hvis jeg tvinges væk, stiller sagen sig anderledes. Så vil jeg vende tilbage til politik, lyder det med et hvast blik i øjnene.
Ingen skal være i tvivl om, at David er beredt til kamp.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Sjónum beint að Jóni Ásgeiri í íslenska sjónvarpinu á eftir
Kannski má leggja það svo út að ég horfi ekki nóg á sjónvarpið, en ég rak augun í það á RÚV-vefnum að útdráttur úr Brennpunkt, norskum fréttaskýringaþætti, verður í sjónvarpi allra landsmanna eftir 10-fréttir. Hann var umtalaður í síðustu viku ef ég man rétt og slangur af fólki kallaði eftir því að hann yrði textaður í snatri og sýndur hér.
Var þátturinn eitthvað auglýstur í sjónvarpinu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Ég rembist við að lesa skáldsögu um vonlausan fíkniefnasala
Ég held að ég sé búin að átta mig á hversu vegna mér miðar svo illa með skáldsögu um hrun íslenska hlutabréfaævintýrisins - það sem ég les daglega í fréttaveitum [flott orð, ekki satt?] tekur fram öllum skáldskap.
Segi ekki meir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. desember 2008
... og við erum fökkt
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Eigendur flatskjáa eru ekki einsleitur hópur
Sjálfsagt er pillan á eigendur flatra skjáa - sem taka minna pláss á heimili og sem er miklu meira framboð af í búðunum - hugsuð sem hluti fyrir heild, en mikið óskaplega eru mér farnar að leiðast árásir ýmissa á hóflega sparsama landsmenn. Ég ber ekki ábyrgð á ofnotkun fjár í landinu þótt mér hafi verið gefið 100.000 króna sjónvarp sem ekki var tekið lán fyrir og þótt ég kaupi stundum spínat, furuhnetur og kjúklingabringur.
Hvernig er hægt að skrumskæla þetta svona áfram og áfram?
Þetta er eins og að kalla alla moggabloggara eitthvað og alla eyjubloggara eitthvað annað. Óttaleg FLATneskja.
Og nú er ég búin að nöldra fyrir nóvembermánuð. Gott að hann er liðinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 1. desember 2008
... segir af sér
Ég las indversku fréttina tvisvar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Svæðisleiðsögunám um Gullhringinn?????
Detti mér allar dauðar lýs úr höfði. MK sem rekur ferðamálaskóla og leiðsöguskóla efnir nú til svæðisleiðsögunáms um Reykjavík og nágrenni.
Er þetta hugsað til að mæta eftirspurn eftir fagþekkingu þegar ferðamannastraumurinn þyngist vegna stöðu krónunnar?
Er þetta til að mæta eftirspurn eftir fagmenntuðum leiðsögumönnum nokkra stóra skipadaga á sumri?
Leiðsögumenn í dagsferðum þurfa að vita meira en um það svæði sem þeir fara um - á að kenna það? Hefur kannski ekki verið þörf á að kenna leiðsögn í heilt ár hingað til? Eyddum við sem dvöldum eitt ár í Kópavoginum einni önn í eitthvert hjóm?
Nú vildi ég segja þetta við Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra SAF: Ef SAF hefði ekki verið fremst í flokki við að halda niðri launum og öðrum kjörum leiðsögumanna væri ekkert vandamál að manna stóru skipadagana með fagfólki. Ef SAF hefði ekki skipti eftir skipti neitað að viðurkenna að við þurfum löggildingu á starfsheitið hefði okkur tekist að semja um hærri laun og þannig haldist betur á fólki. Samtök ferðaþjónustunnar hafa staðið af mikilli alúð þá vakt að halda stéttinni niðri og opnað þannig á innkomu fólks sem er rétt slarkfært í tungumálum og veit varla hvar Hellisheiðin er.
Og nú á að veita þessu fólki skemmri skírn með svæðisleiðsögumenntun um Gullhringinn.
Sjálfri hefði mér kannski dottið í hug að fara í þetta skammtímanám ef ég væri ekki búin að læra til leiðsögumanns og ef ég ekki vissi um fagleysið í efri lögum þannig að ég þykist vita að fullt af ágætu fólki og velmeinandi sæki um í góðri trú.
Á sama tíma er nýbúið að setja á laggirnar þriggja anna nám í Endurmenntun HÍ, nám sem leggur sig á 495.000. Hvað verður því fólki kennt? Hvar kemur það til með að standa í dagsferðum miðað við þá sem eyða einni önn og 125.000 í nám sem gefur þeim mikið til sömu réttindi? Og ég verð að hlæja kuldahlátri meðan ég rifja upp þá sem þegar eru orðnir svæðisleiðsögumenn á öðrum svæðum og hafa - að sjálfsögðu - farið hring eftir hring með ferðamenn. Ferðaskrifstofurnar gá nefnilega ekkert að þessu.
Þetta er einfaldlega ófaglegt. Og það er skömm að því. Svei þeim sem standa fyrir gjaldfellingu þessa mikilvæga hluta ferðaþjónustunnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Geirfuglarnir í blokkinni
Nýja uppáhaldshljómsveitin mín er Geirfuglarnir. Ég sá Fólkið í blokkinni í gærkvöldi og skil ekki að ég hafi ekki vitað að Freyr Eyjólfsson væri í þeirri hljómsveit. Vinnugleðin skein af honum eins og reyndar flestum í sýningunni og tónlistin var gamaldags skemmtileg.
Kannski vorum við svona móttækileg af því einu að samfélagið er ekki rakinn gleðigjafi þessa dagana, hmmm.
Sagan kollvarpar svo sem ekki skilningi mínum á lífinu, hún skemmti mér bara í umbúnaði sínum. Mér finnst gaman að hlæja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Útvarpsleikfimi gamla fólksins slegin af
Síðunni barst sú dapurlega athugasemd að útvarpsleikfiminni sem Valdimar Örnólfsson hleypti af stokkunum fyrir löngu en hefur nú verið haldið við af indælli konu í 20 ár - í 10 mínútur eftir 10-fréttir á morgnana skilst mér - eigi nú að stúta.
Það kallast þá ágætlega á við það sem Sverrir Páll, íslenskukennari á Akureyri ef mér skjöplast ekki, segir í laugardagspistli sínum.
Hinni áttræðu ónettengdu konu sem hringdi í mig skildist að kostnaðurinn af útvarpsleikfiminni væri sáralítill, t.d. brot af mánaðarlaunum útvarpsstjóra á ársgrundvelli - en hvað ætli hún viti ...?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Gjaldeyrinn heim
Nú veit ég ekki lengur hvernig ég á að hegða mér. Ég á útistandandi gjaldeyri í útlöndum sem bankakerfið hefur ekki treyst sér til að koma inn í landið. Ég hef beðið með útbreiddan faðminn og vil endilega leggja mitt lóð á skálar enduruppbyggingarinnar *geisp* en veit ekki hvenær gjaldeyrisreikningar komast í lag.
Er kannski búið að þíða leiðslurnar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Við eigum að vera góð hvert við annað ...
Einhverra hluta vegna verð ég fyrir mörgum innilegum faðmlögum þessa dagana. Mér er óskaplega gjarnt að rjúka upp um hálsinn á fólki, helst fólki sem ég hitti nógu sjaldan, en nú ber svo við að ég þarf bara næstum ekkert frumkvæði að hafa. Fólk knúsast úti um allt og lætur vel að svo gott sem ókunnugum. Þetta er alveg sláandi.
Og gaman, sannarlega.
Kannski er fólk að koma út úr skápnum með snertiþörf sína ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. nóvember 2008
Ég spurði í SPRON
Ég talaði við minn viðskiptabanka og spurði hverjum ég hefði gefið 800.000 krónur, sem sagt hver eignasamsetningin hefði verið. Hinn ágæti bankastarfsmaður - sem hringdi í mig - gat ekki svarað og vísaði mér í höfuðstöðvarnar(?) í Vegmúla. Mér finnst þetta svo fyrirkvíðanlegt að ég hef slegið símtalinu á frest. Ég ætla nefnilega að vera eins leiðinleg og mér er frekast unnt, spyrja og spyrja, fá skriflegt - fá að vita hvern ég styrkti svona rausnarlega.
Reyni að sofa vel um helgina og hringi á mánudaginn. Og kannski verður hún/hann ekkert nema upplýsingaþægðin ...?
![]() |
Notuðu peningamarkaðssjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Var góðærið íslenskt og er vondærið útlenskt?
Mér þykja öll rök hníga að því að kaupmátturinn hafi alltaf verið séríslenskur, velsældin og uppþemban en þegar bumban sprakk og innyflin ultu út varð fyrirbærið strax að alheimskreppu.
???
Annars er augljóst að fólk mætti bara í svona stórum stíl á borgarafundinn í gær af því að það kostaði ekkert inn ... ekki satt?
Ekki satt?
Einhvern tímann var nefnilega haft á orði að fólk sækti í það sem væri ókeypis þótt það þyrfti ekkert á því að halda.
Og ég borgaði bara 900 krónur í dolluna af því að þær krónur voru lausar í buddunni. Dvölin í Háskólabíói var miklu meira virði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. nóvember 2008
,,Hagfræði er sálfræði"
Þetta sagði Ásgeir Jónsson hagfræðingur í Markaði Björns Inga Hrafnssonar á laugardag. Við getum talað upp og talað niður, sýnt traust eða vantraust - á því veltur krónan.
Ég vona að mér verði forlátið þótt hagfræði sé farin að virka á mig eins og tilfinningasemi.
Öðru var að heilsa á borgarafundi Gunnars Sigurðssonar og félaga í Háskólabíói í kvöld. Ótrúlegt hvað fólk sem hlýtur að vera heitt í hamsi nær að vera yfirvegað, málefnalegt og hnitmiðað. Og enn komu fjórir nýir frummælendur með fersk sjónarhorn og beitt spjótalög, skýrar tillögur og gagnlegar ábendingar.
Ég hlýt hins vegar að vera efni í hagfræðing, ég er öll í tilfinningarússi eftir stöðu mína í anddyrinu í kvöld.
Ég tek 8. desember frá fyrir næsta fund, einnegin í Háskólabíói, þá með forkólfum verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða líka. Og skal ég sko mæta eigi síðar en 19:45.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
Jón Ásgeir landráðamaður?
Það er eiginlega alveg sama hvar ég kem, alltaf berst talið að efnahagsástandinu, skuldsetningu sakleysingjanna, mótmælum, jöklabréfum, Icesave, myntkörfum o.s.frv. Í gær hlustaði ég á kokk sem er hlynntur frelsi í viðskiptum segja mér að í upphafi þessa árs hefði hann fundið að brátt drægi til tíðinda. Hann umbreytti eldhúsinu hjá sér, varði til þess peningum sem reksturinn átti, og hagræddi þannig að hann þyrfti minni mannskap en ella. Mér finnst endilega eins og einhver sem átti að vita betur hafi sagt fram á harðahaust, fram til 29. september, að hér væri allt í koppalogni.
Þessi kokkur hefur enn mikið að gera en hefur í allt haust verið alveg sannfærður um að í janúar og febrúar komi ekki kjaftur inn á veitingastaðinn hans. Hann hefur vonandi rangt fyrir sér í því. Hann er líka algjörlega viss um að þegar Baugsmálið var undir hafi ýmislegt misjafnt fundist sem hafi þó verið löglegt. Hann heldur að fleiri en Jón Ásgeir hafi stungið undan gríðarlegum peningum, geymi þá í útlöndum og ætli að kaupa allt dótið fyrir slikk þegar þjóðinni þverr móðurinn og allt verður komið á brunaútsölu.
Hann heldur að eina leiðin til að ná þessum mönnum sé að dæma þá fyrir landráð.
HVAR ERU T.D. PENINGARNIR, ÞEIR BEINHÖRÐU, SEM VORU LAGÐIR INN FRAM Á SÍÐASTA DAG? Hvar er rannsóknin? Hvar eru niðurstöðurnar? HVAR ERU LAUSNIRNAR?
Það er náttúrlega ekki fyndið að einn maður hafi verið handtekinn eftir bankahrunið og, eins og einhver benti á, fyrir meintan glæp frá því áður en öll ósköpin dundu yfir, ósköpin sem til þess bærir menn áttu að sjá fyrir.
Millifærðu Jón Ásgeir og kumpánar gríðarlegar fjárhæðir sem þjóðin á? Situr þjóðin uppi með skuldir sem hún hefur ekki unnið til? Hvað á að gera við lánið frá AGS? Hver verður verðbólgan? Hversu margir verða gjaldþrota? Hvert verður atvinnuleysið?
Mikið vildi ég geta hugsað þetta í lausnum en það er eins og að standa beggja vegna við stækkandi sprungu og velta fyrir sér hvernig maður eigi að koma í veg fyrir sólbruna.
Arg.
Og næst þegar ég les þá athugasemd frá nafnlausum bjána að einhver flokkur hafi smalað fólki á mótmæli hlýt ég að hætta að lesa þá síðu. Að flokkshestar hvar í flokki sem er geti ekki litið upp úr fötunni þar sem hafrarnir eru geymdir dregur úr mér þann kraft sem við þurfum einmitt á að halda.
Eru annars allir svo sjálfhverfir að þeir sjái ekkert nema iðrin í sér?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
... og gangi þér vel
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Til hvers skáldskapur?
Eitt útilokar ekki annað. Samt hafði ég einu sinni meiri áhuga á bókmenntum og minni á þjóðmálum. Nú er svo komið að skáldskapurinn er trúlegri en sannleikurinn. Ég les alls kyns fréttaveitur og reyni að skilja hvað hefur gerst og hvernig það gat gerst.
Hvernig gat einhver fengið 25 milljarða króna lán án þess að lánveitandinn fengi veð í nokkru öðru en sneplunum sem peningurinn fór í?
Hvernig gátum við, þessi ríka þjóð, komið okkur í þá listrænu stöðu að við þyrftum meira en 10 milljarða dollara lán?
Hvers konar fyrirbæri er Imon? Geimvera? Efni í kvikmynd?
Hvaða skáldskaparpersóna er Bjørn Richard Johansen?
Hvernig verja menn það að áhættulaus ávöxtun skilar 31,2% mínus?
Hvaða einn maður trúir því að ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis hafi ekki skilið fundinn sem hann sat með Alistair Darling?
Hvaða skáldlegu rök eru fyrir því að borga einum manni hundruð milljóna fyrir að hætta störfum í banka og öðrum hundruð milljóna fyrir að hefja störf?
Hvers konar manneskja kaupir pappíra fyrir 180 milljónir - og hirðir í heilt ár ekki um að ganga úr skugga um að kaupin hafi farið í gegn???
Ég er orðin svo þunglynd af þessum upprifjunum - þótt þetta sé bara aggalítið brot af því sem ég hef lesið frá 29. september - að ég hlusta núna grannt meðan Män som hatar kvinnor hvíslar að tímabært sé að fletta bók sem svo margir mæla með.
Tvennt þó áður en ég legg lokið aftur; þótt skoðanaskipti séu holl og ég lesi m.a. Silfur Egils reglulega leiðist mér ógurlega hversu margir skrifa ekki undir nafni. Af hverju gera menn það ekki? Munu þeir fá bágt fyrir á vinnustað? Skammast þeir fyrir skoðanir sínar? Sumt er bæði röklegt og vel skrifað, málefnalegt og gagnlegt fyrir umræðuna.
Hitt sem reynir talsvert á þolinmæði mína er þegar fólk talar um peningamarkaðssjóðina eins og að í þeim hafi bara gróðapungar átt peninga. Ég geymdi húsakaupapeningana mína í einum svoleiðis sjóði, sjóði sem enn er óuppgerður. Af hverju verður það fólk fyrir skotum frá þeim sem tapa peningum á áhvílandi húsnæðislánunum sínum?
Ég skæli ekki fyrir mína hönd frekar en Björgólfur, hehe, en við megum ekki skella skuldinni á nytsama sakleysingja.
Er þetta allt kannski bara lélegur farsi sem ég sofnaði út frá?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Hvaða óþarfa getur maður skorið niður?
Ég ætla að játa. Ég hef keypt og borðað hunangsseríos. Nú er pakkinn kominn í 509 krónur, var undir 400 krónum fyrir skemmstu. Á morgnana ætla ég um ókomna tíð að borða rándýra ab-mjólk og rándýra ávexti, annars vegar íslenska framleiðslu og hins vegar alltént hollan árbít, í stað þess að borða rándýrt sykrað loft.
Og mér veitti ekki af efnahagsþrengingum til að taka svo djarfa ákvörðun.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
æ emm eff
Á þessum alvörutímum væri hægt að gera íslenskum hjörtum til hæfis og segja i emm eff, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eða þá AG(S) ef mönnum liggur á í munninum. Hvaða andskotans eltistefna er að segja skammstöfunina upp á ensku? Eiga menn nokkuð erfiðara með I M F en að segja bé bé sé eða sé enn enn?
Sum borgaheiti eru upp á íslensku, s.s. Kaupmannahöfn, Stokkhólmur og Moskva, sum eru útlensk, Washington, Frankfurt, Bordeaux, sum eru valkvæð, Dublin/Dyflinni, London/Lundúnir, Malmö/Málmey, og sum hafa menn tilhneigingu til að ameríkansera, Munich, Brussels. Hvaða tilgangi á það að þjóna? Fyrir hvern er þetta gert? Það getur ekki verið að mér einni leiðist þetta.
Ætli einhver útlendingur reyni að segja err ú vaff þegar útvarp allra Íslandsmanna er á milli tanna þeirra?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)