Fćrsluflokkur: Dćgurmál
Laugardagur, 3. apríl 2010
Gin djöfulsins
Ég var orđin pollróleg yfir ađ láta enn eitt gosiđ framhjá mér fara. Svo skođađi ég myndbönd Kristins Svans Jónssonar og fékk alveg fiđringinn:
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1. apríl 2010
Vel tímasett ráp á Ţórólfsfell
Í dag eru 12 dagar síđan sprungan opnađist á Fimmvörđuhálsi. Í gćr fórum viđ frá Reykjavík kl. 18 til ađ rölta upp á Ţórólfsfell vestan Markarfljóts til ađ sjá logana í fjarska í ljósaskiptunum. Strax á Hellisheiđi undruđum viđ okkur á tveimur strókum sem mér skilst núna ađ hafi veriđ vegna ţess ađ önnur sprunga hafđi opnast.
Um hálfníu lögđum viđ í gönguna, slatta á jafnsléttu og svo ađeins á fótinn. Í miđjum hlíđum kom upphringing og viđ fréttum af frekari eldsumbrotum og ţar međ ađ rýming vćri ađ hefjast í Ţórsmörk og af hálsinum.
Ég er svo jarđbundin (og skynsöm) ađ ég var fyrst og fremst ánćgđ međ ađ vera ekki byrđi á björgunarsveitarmönnum. Viđ vorum aldrei í hćttu, upplifunin var alvöru, félagsskapurinn var góđur og viđ náđum ađ skála í kakói í skjóli.
Og ég hefđi ekki skellt mér í útsýnisflug međ E.C.A. ţótt ekki hefđi veriđ fyrsti dagur fjórđa mánađar.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 29. mars 2010
Skítt međ söguţráđinn
Í tilefni dagsins ákvađ ég ađ skella mér á Kóngaveg eftir Valdísi Óskarsdóttur. Fleiri fengu ţessa góđu hugmynd og ţađ var vel hálft í stóra salnum í Háskólabíói. Ţađ finnst mér kostur, einkum ef mynd er fyndin, hlátrasköll njóta sín betur í fjölmenni.
Og mér fannst gaman. Mér sýnist hún eiga ađ fara á erlendan markađ líka og velti fyrir mér hvort hún ţjóni sem kynning á íslenskum veruleika. Ég ţekki hann ţá ekki, veruleika hjólhýsahverfis (í Munađarnesi?) ţar sem menn hafa lifibrauđ sitt af rukkunum, vafasömum sektarinnheimtum og enn vafasamari viđskiptaháttum.
Kristbjörg Kjeld er óbrigđul og glansađi alveg sem amman međ gćluselinn. Hins vegar komu mér skemmtilegast á óvart Björn Hlynur Haraldsson og Sigurđur Sigurjónsson, svo gjörólíkir ţví sem ég hef áđur séđ til ţeirra. Mér fannst bara ekki veikur hlekkur í leiknum, hreinskilnislega fannst mér handritiđ hins vegar dálítiđ slitrótt, eiginlega sketsar en samt drógust persónurnar skýrt upp. Viđ fylgjumst međ nokkrum dögum í ţessu dularfulla samfélagi ţar sem átökin vantar ekki, togstreitu, sprenghlćgileg tilsvör, skrautlega karaktera - og dramatískan hápunkt. Nú, hvađ vantar ţá? Hmm, [hér rýkur upp úr höfđinu á mér], bakgrunnurinn teiknast alveg í tilsvörunum, Senior sem hrynur međ bönkunum og flýr úr borginni, grunnyggnin hjá Sally sem kemst ţó á snođir um ađ Senior geti hćtt leitinni ađ sínum innri manni, Junior sem var listadansari, útlendingurinn (Rupert?) sem átti mjúkan innri mann ţegar hrjúfa yfirborđiđ var skafiđ ofan af, Ray og Davis sem voru svo ólíkir en áttu sitthvađ sameiginlegt o.s.frv. [man ekki nöfn á fleiri karakterum].
Jamm, ţetta voru smágos og talsverđar hrćringar út í gegn en ekki bara lokaroka.
Fjórir hlátrar af fimm.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. mars 2010
28. í mottu
Tilefniđ var tvöfalt afmćli međ engu ţema en svo urđu mottur, rottur og ljósaprelúdía ţungamiđjan. Međ meiru. Óskiljanlegt öđrum en viđstöddum.
Snorri fékk seríu:
Hinar motturnar rottuđu sig líka saman:
En eiginlega var ţetta kvöld Marínar og Laufeyjar:
Steingrím langar ađ spreyta sig á kvikmyndaleik:
Svo komst meiri hreyfing á talfćrin:
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Miđvikudagur, 24. mars 2010
BB í beinni
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Miđvikudagur, 24. mars 2010
Stóra skötuselsmáliđ
Ţá dettur mér ţetta í hug:
Uppskrift ađ skötusel
800 grömm skötuselur
80 grömm beikon
hvítlauksolía
hvítur pipar
Sósa:
6-10 hvítlauksgeirar, pressađir
4 tómatar, niđurskornir
1/2-1 ferskur chilipipar, hakkađur
1/4 teskeiđ saffran
2 desilítrar hvítvín
1/2 desilítri olífuolía
1 desilítri fiskisođ
Ađferđ:
Skötuselur skorinn í bita, beikoni vafiđ utan um, fest međ tannstöngli. Pönnusteikt ţar til skötuselurinn er tilbúinn.
Öllum hráefnunum í sósuna hellt í pott og hún látin malla ţangađ til hún er orđin ađ ţykku jukki. Gott er ađ bera fram sođnar kartöflur og grćnmeti međ ţessum rétti.
Og ekki er ţessi uppskrift árennileg. Sjálfur er hann mun árennilegri:
Hver er ţessi Óđinn?
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. mars 2010
,,Eldglćringarnar sjást ekki greinilega enda mikiđ myrkur"
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 20. mars 2010
Varasöm fyrirsögn
Ţegar ég las fyrirsögnina Varasamt ađ fara í Bláa lóniđ hélt ég umsvifalaust ađ nú hefđi bitvargur fundist í lóninu, hitastigiđ veriđ skađlegt, ţrengslin svo mikil ađ fólk hefđi meitt sig, annađ hvort ofan í eđa í búningsklefanum, ţörungarnir myndađ of náiđ samband viđ sólskin marsmánađar eđa kísillinn skiliđ eftir sig grá för - en Daninn fékk ţá bara bágt fyrir heima vegna ţess ađ hann eyddi of mörgum krónum í ađ fara ofan í og rúnta svo um eldfjallaeyjuna ađ auki.
Vandasamt og varasamt ađ flytja manni fréttir.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. mars 2010
Miđur mottumars
Ég tapa mér alveg í margmenni ţessa dagana. Mig langar svo ađ rjúka á hvern einasta mann međ myndarlegt yfirvaraskegg og hrósa honum. Eini gallinn viđ átakiđ er hvađ ţađ er erfitt ađ eiga viđ kvikmynd Steinars á hinni forkunnarfögru síđu karlmennogkrabbamein.is. Hún stoppar alltaf í minni tölvu og ţótt svo vćri ekki vildi ég gjarnan hafa sleđa undir til ađ sjá hversu löng hún er.
Svo vona ég ađ karlar verđi ófeimnir viđ ađ leita af sér allan grun, út á ţađ gengur ţetta frábćra átak.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđjudagur, 16. mars 2010
Lissabon-sáttmálinn ... og önnur samkomulög!
Ég fékk ţađ forvitnilega verkefni í Evrópuţýđingum í HÍ ađ segja stuttlega frá Lissabon-sáttmálanum. For helvede, ég vissi ekki neitt og ţegar ég fór ađ lesa mér til gat ég varla fundiđ hlutlćgar upplýsingar.
Stađreyndir eru ţó ađ Lissabon-sáttmálinn er afsprengi stjórnarskrár Evrópusambandsins, ţeirrar sem Frakkar og Hollendingar höfnuđu í ţjóđaratkvćđagreiđslum 2004. Margar ađrar ţjóđir afgreiddu stjórnarskrána í gegnum ţingin sín en Írar, hahha, héldu ţjóđaratkvćđagreiđslu tvisvar, sögđu nei sumariđ 2008 og svo já 2. október 2009.
Samkvćmt sáttmálanum munu nú ađildarríki međ góđu móti geta sagt sig úr Evrópusambandinu ef hugur ţeirra stendur til ţess. Ţađ var áđur illmögulegt og ađeins Grćnland hefur gert ţađ (er ţađ ekki örugglega stađreynd?).
Sáttmálinn er gríđarlegur hellingur af blađsíđum en ég giska á ađ flestir lesi bara útdráttinn. Sáttmálinn er fyrst og fremst viđbćtur viđ eldri sáttmála og vandlesinn (ađ mati ţeirra sjálfra, sýnist mér) eins og ađrir sáttmálar.
En er treaty ábyggilega sáttmáli? Skv. ordabok.is er treaty bara milliríkjasamningur eđa samkomulag. Snara gefur reyndar líka upp sáttmála. Alltaf ađ draga heimildir í efa og leita fanga víđar. Mér finnst reyndar skemmtilegt ađ sjá Amsterdamsáttmála og brusselyfirlýsingu í orđabókinni (ósamkvćmnin leynist víđa). Svo tala menn um Rómarsáttmála og Maastricht-sáttmála ţannig ađ kerfiđ í samsetningunni er vandséđ - svona eins og Lissabon-sáttmálinn er vandlesinn.
Kannski rétt ađ halda ţví til haga ađ ég hef enga eigin skođun á sáttmálunum og varla Evrópusambandinu. Umrćđurnar hafa veriđ svo huglćgar ađ stađreyndir liggja dálítiđ á milli hluta. Sjáiđ bara Heimssýn annars vegar og sendinefnd ESB á Íslandi hins vegar. Svo má glugga í Örlyg Hnefil (Jónsson?) sem veltir fyrir sér stöđu Íslands á hliđarlínunni og Hjörleif Guttormsson sem hefur áhyggjur af miđstýringunni. Ég tek ţó fram ađ hvorugur ţjáist af ofstćki, ţeir standa bara hvor fyrir sína skođunina.
En ég skráđi mig ekki í ţetta námskeiđ sem undirbúning fyrir starf í utanríkisráđuneytinu. Ég skráđi mig vegna áhuga míns á ţýđingum. Og get ekki kvartađ.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)