Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Ofvaxið skilningi mínum
Hvað eiga bloggsíður Gísla F., Gísla M., Hjartar og Ólafs sameiginlegt?
Hvað eiga síður Friðjóns, Gunnars og Stefáns sameiginlegt?
Og hvernig er bloggsíða Vilhjálms A. Kjartanssonar sér á báti?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Hvað varð um meintan vöruskort Bónuss?
Þegar Guðmundur Marteinsson sagði af miklum þunga í októberbyrjun 2008 að hætta væri á vöruskorti vantreysti ég mati hans. Spaugstofan gerði það líka, ég man að hún grínaðist með að Bónus ætlaði að losna við útrunninn mat á góðu verði (fyrir sig).
Hvar er vöruskorturinn?
Enn er ég pattaraleg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Kyrrsetning á netinu
Kvöldum saman hef ég nú reynt að glöggva mig á mögulegum flugferðum yfir til meginlandsins með vorinu. Alltaf þegar ég þykist ætla að bóka far með Flugleiðum fæ ég þennan texta:
- Eigum í erfiðleikum með beiðnina eins og hún er framsett. Vinsamlega reyndu aftur eða hafðu samband við okkur ef þetta lagast ekki. (3006)
|
Ég hef sýnt þolinmæði langt umfram þessar umbeðnu mínútur en allt í einu rann upp fyrir mér ljós, við megum ekki fara úr landi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Af hverju hættir Runólfur Ágústsson hjá Keili?
Fyrir nokkrum dögum heyrði ég (varla) í útvarpinu að Runólfur ætlaði að hætta og ég hélt að upp sprytti mikil umræða um Keili, háskólanám, Suðurnesin, atvinnulíf og e.t.v. Runólf. En óekkí. Síðan hef ég heyrt nákvæmlega ekki eitt múkk.
Kannski langar hann bara til að söðla um þótt stutt sé síðan hann gerði einmitt það. Kannski er hann á leiðinni í framboð. Kannski mislíkar honum á Suðurnesjunum. Það var einmitt það sem mér datt í hug þegar ég las um offíseraklúbbinn á vellinum sem hefur nú verið framseldur til umboðsmanns Íslands.
Er allt í lagi með samkeppnina þarna suður frá?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Ég trúi ekki Tryggva Herbertssyni
Tortryggni mín er vakin eins og ég hlýt að hafa þrástagast á og þegar Tryggvi Herbertsson, minn fyrrum nágranni, situr hnakkakertur hjá Sigmari í Kastljósinu og fullyrðir að skuldir íslenska ríkisins séu þrisvar til fjórum sinnum minni en aðrir hafa sagt, m.a. Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur, og segir þessa aðra fara með kreppuklám eykst tortryggni mín. Hann er maðurinn sem fullyrti í byrjun september að bankarnir stæðu vel. Hann er maðurinn sem fullyrti fyrir jól að atvinnuleysi yrði engin 10%. Puff, ég þekki Harald ekki neitt en ég trúi honum af því að hann rökstyður mál og hefur ekki reynst fara með fleipur. Ég trúi Andrési Magnússyni af því að hann hefur fært tölfræðileg rök fyrir máli sínu og rugl og bull hefur ekki sannast á hann. Menn máttu vita eigi síðar en um mitt ár 2007 að íslenska ríkið stæði höllum fæti og bankarnir á fjórðungsfæti - en þeir menn kusu að snúa blinda augana að skýrslum og tölfræðilegum sönnunum.
Annars vil ég fara að sjá lausnir, ég vil sannfærast um að hægt verði að sækja peningana sem menn greiddu sér fyrir meinta ábyrgð, ég vil sjá merki þess að hér verði hægt að forðast aukið atvinnuleysi, gjaldþrot, fólksflótta.
Hvað er með þessa gróðurhúsahugmynd fyrir norðan? Við þurfum að framleiða meira, flytja meira út og minna inn og EKKI BORGA SKULDIR BANKAPÉSANNA ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 16. febrúar 2009
Spennan vex
Lýðveldisbyltingin biður stjórnmálaflokkana um svör við spurningum sínum um stjórnlagaþing. Kannski verður þeim fylgt eftir í Háskólabíói í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
MSG
Í dag fékk ég góða matargesti. Ein vinkona mín forðast msg eins og heitan eldinn þannig að ég þurfti að vanda mig við að sniðganga msg þegar ég keypti í matinn. Hvað er í nautahakki? Kjúklingabringum? Tortillaflögum? Grænmetisteningum? Tómatasafa? Sýrðum rjóma? (Hvað ætli hafi verið í matinn ...?)
Arg, það er allt vaðandi í msg. Stundum heitir það E 621 eða bragðbætir. Góðu áhrifin af msg eru að bragðið í matnum eykst. Vondu áhrifin eru ýmisleg. Ég er nýgræðingur. Hvað ber að forðast í þessum efnum og hvaða máli skiptir það t.d. mig sem fæ engin ofnæmisviðbrögð, enga brunatilfinningu, ekkert tilfinningaleysi, engan magaverk?
Og hvað veldur þessum brjálæðislega verðmun?
Ásgerður, svara takk ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Húsasmiðjan sektuð fyrir útsölu ...
Húsasmiðjan sektuð fyrir útsölu
Og þetta er reyndar sama fyrirsögn og Neytendastofa notar á úrskurð sinn. Samt minnir þetta mikið á þegar Sindri Sindrason sagði á Stöð 2 skömmu fyrir jól að Hagar hefðu verið sektaðir fyrir lágt verð. Hið sanna þá var að Hagar voru sektaðir fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína.
Þegar sektarúrskurður Neytendastofu er lesinn sést að í honum er fjallað um það sem fólki varð tíðrætt um í janúar, að verð var hækkað áður en það var lækkað og kallað útsöluverð. Eitt af dæmunum sem kvartað er yfir hér er verkfærasett sem kostaði 31. desember 2008 kr. 1.599 en 2. janúar 2009 var búið að lækka það upp í kr. 2.507. Svona var það öfugsnúið. Fyrsta dag ársins var verðið nefnilega auðvitað hækkað í kr. 2.949 svo að hægt væri að bjóða 15% afslátt.
Sem betur fer eru núna fleiri og fleiri á neytendavaktinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Tortryggninni hefur verið sáð
Það getur vel verið að Ora sé glæpsamlega kærulaust með merkingar á vörum sínum, jafnvel ekki kærulaust, frekar glæpsamlegt. En þegar Stöð 2 í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eyðir tveimur dýrmætum mínútum snemma í fréttatímanum í að fjalla niðrandi um Ora dettur mér núna fyrst í hug að Ora hafi sýnt Jóni fingurinn (eða hvernig orðar maður þetta aftur á íslensku?). Ég þekki hvorki haus né sporð á þessum fyrrverandi framleiðslustjóra sem gagnrýndi grimmt sinn fyrri vinnuveitanda.
Næsta frétt á eftir var um Teymi og þar var Þórdís Sigurðardóttir, systir Hreiðars Más sem hryðjuverkaði Kaupþing, á innsoginu. Á ég að vorkenna henni?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
The Collapse of a Country = Hagkerfi bíður skipbrot
Athygli mín var vakin á þýðingu Önnu Varðardóttur á skýrslu Jóns Daníelssonar og Gylfa Zoega á hruni íslensks efnahagslífs. Með sögunni fylgdi að íslenska þýðingin tæki langtum dýpra í árinni, sbr. strax fyrirsögnina sem orð fyrir orð mætti útleggja sem hrun ríkis eða lands en þýðandi heldur sig hins vegar við lífseigt myndmál síðustu fjögurra mánaða.
Að svo stöddu ætla ég ekki í samanburð á skýrslunum, vona að Ágústa geri það og deili niðurstöðunni með mér. Að óathuguðu máli giska ég á að menningarheimurinn sé þýddur með eða eiginlega staðfærður, þ.e. Íslendingar eiga að vita og þola stóru orðin þótt mildara sé farið í framsetninguna til útlendinganna.
Eða hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)