Færsluflokkur: Dægurmál

Aumingja fasteignasalarnir

Það er ekki hægt annað en að vorkenna fasteignasölunum sem reyna hvað þeir geta að selja manni íbúðir þar sem fermetrinn er verðlagður á 350.000 krónur. Samúð mín er óskipt og þess vegna sýni ég því takmarkalausan skilning að þeir geti sjaldnast svarað spurningum mínum, eins og þeim hvernig parket sé á gólfunum, í hvaða átt svalirnar snúi, hver hússjóðurinn sé eða hvort íbúðinni fylgi geymsla. Huggun mín felst líka í því að svörin er yfirleitt að finna í gögnunum sem manni eru rétt - og útbúin af fasteignasölunum sem vita ekki svörin.

Ég er nefnilega að skoða um þessar mundir.


Á strengina mína spila ég harðsperrur

5105

Ég var að vona að þetta væri skýrasta myndin af mér (í hægra horninu, nr. 5105) en tveimur myndum aftar er ég sóló. Þar njóta sín mínar verstu hliðar þannig að ég ætla að hanga á minningunni um að hafa rolast 10 km til enda þótt óglæstir hafi verið. Ég man að ég var að hugsa um að blikka ljósmyndarann, slík var kokhreysti mín á þeirri stundu.

Ég gat varla gengið niður stiga í dag. Kannski ég prófi að æfa mig á næsta ári.


Hvar hefur hringhurð Hótels Borgar reisn sinni glatað?

Í óvissuferð safnanna í gærkvöldi upplýsti Pétur Ármannsson arkitekt m.a. um galla rafknúinna hurða (sem við rákum okkur líka illa á inni á sýningunni 871+/-2) og staldraði svo við nýju rafhurðina hjá Hóteli Borg sem er ekki svipur hjá sjón. Marín gengur lengra en ég sem læt mér nægja að lýsa hryggð minni með orðum:

Þumalinn niður


gps í gini vettlingsins

512 metra hæð yfir sjávarmáli

Við vorum svo stolt í gönguklúbbnum yfir að komast upp bratta hlíðina á Geitfjalli, alla leið upp í 512 metra. Svo skunduðum við framhjá Lambafelli og stukkum yfir Hænuhól, marga Eggjahnjúka og einn Kjúklingalegg. Þar hittum við einmitt köngurlæri (tillegg frá Dejan hinum serbneska).

Þá rifjast upp þegar Ursula hin svissneska vildi að útskriftarhópurinn hittist í Nauthólsvík og yrði ekki með vörulit. Schnilld.


Tveggja-tinda-ganga gærdagsins lukkaðist

Aðalatriði göngunnar í gær:

10 manns komust saman upp á bæði Sandfell og Geitfell við Þrengslaafleggjara í gær.

Ég hruflaði mig á sköflungnum og mér blæddi eins og ég hefði verið í Kabúl nýlega.

Við fundum berin sem Vigdís hafði ekki klárað um helgina.

Dejan tíndi 169 ber í 40 lítra poka.

Hljóðið í bíl Eiríks var sérkennilegt á bakaleiðinni.

Fyrir uppgöngu

Ragnar, Dejan, Guðný, Erna, Þorbjörg, Sigurlín, Viggó, Eiríkur (Álfhildur í hvarfi).

Mosateppi

Jafnvel mosinn veðrast.

Hvar verður álverið í Þorlákshöfn?

Ölfusárbrúin sást vel, og Vestmannaeyjar sáust um tíma.

Blóðgunin

Það var eins og ég hefði verið leidd til slátrunar á legg.Það er ekki karlmannlegt að renna upp í háls

Eiríkur var óvenjulega vel búinn í þessari fjallgöngu.

Misgengið

Við höldum að hér sé misgengi í Geitfelli.

Bláber Dejans

Þessi hrúga markar upphafið að berjaáhuga Dejans. Nú má búast við að hann komi með bláberjapæ í næstu fjallgöngur.


Hvalborgari

Fór í hádeginu við sjötta mann á Geysibístróbar og fékk mér þennen hvalborgara:

nýveiddur hvalborgari í miðbænum

Þjónninn varð bæði undrandi og hissa þegar inn rápuðu Íslendingar sem vildu hvalkjöt umfram allt. En svikin varð ég ekki, hvorki af umhverfi né mat. Við höldum að þetta hljóti að vera hrefna.


Lögmálið um framboð og eftirspurn gildir ekki í leiðsögumannastéttinni

Ég veit að þetta er að bera í bakkafullan lækinn en ég verð að segja nýjustu reynslusöguna mína úr leiðsagnarheiminum.

Á föstudaginn hringdi í mig örvæntingarfull kona á ferðaskrifstofu að leita að leiðsögumanni fyrir næsta föstudag. Ég sagðist halda að ég væri laus og spurði hvað hún borgaði. Hún sagðist að bragði borga 17.400 fyrir Gullhring ef ég væri launþegi en 22.000 ef ég væri verktaki. Svo sendi hún mér upplýsingar með tölvupósti. Þá kom á daginn að vinnan átti að vera frá 14 til 24 þannig að ég sagði henni að þetta jafnaðarkaup væri of lágt, hún þyrfti að bjóða mér 22.000 sem launþega eða 30.000 sem verktaka.

Andstutta konan svaraði þá einfaldlega í tölvupósti að þau borguðu bara svona og ég stillti mig um að spyrja hvort hún hefði nokkuð velt fyrir sér af hverju hún þyrfti að hringja milljón símtöl (hennar orðalag) áður en hún fyndi leiðsögumann ...

Ég ítreka að hún vildi borga mér sem verktaka það tímakaup sem Félag leiðsögumanna hefur samið um sem launþegataxta. Því miður eru til leiðsögumenn sem falla í þessa fúlu pytti - en vonandi færri og færri.


Og hús rís í Hafnarfirði

Ég fór í Áslandið (númer 3?) til að skoða holu en þar var kominn grunnur:

Hlíðarás 27, 222 Hafnarfirði

Og heiðurinn af honum eiga Marín og Steingrímur:

Steingrímur, Laufey og Marín ... við grunninn. Á milli er bíllinn sem ekki var keyptur.

Á bílnum sem ekki var keyptur fórum við stöllur úr grunninum á Reykjanesið til að fara í Grindavíkurgöngu með Sigrúnu Franklín Jónsdóttur sem sjá má á næstu mynd:

Leiðsögumaðurinn í Bláa lóns göngunni


Habbý var heima með alla fjölskylduna - í myndum

Habbý með Eldeyju, Kötlu og Heklu Það kom á daginn í Þverárdal að kind hafði kúkað á veröndina. Við erum enn að undra okkur á að kindin hafi spásserað upp tröppurnar, skilið eftir sig ... ummerkin og prílað aftur niður.

Hrafn nuddar axlirnar á Habbý

 

Í stofu Mælifellsár. Svona skilst mér að kvöldunum sé eytt við gamansögur og axlanudd.Gerður Það hrakti ekki Gerður ...

 

 

 

 

 

 

Jörgen

 

 

 

... og ekki heldur Jörgen.

 

 

 

 

En sérstakt áhugamál mitt er að fá kindur til að líta upp úr grasbítinu - og það tókst, sjá:

Meeee


Fælingaráhrif fréttaflutnings

Mér hafði dottið í hug að fara á Fiskidaginn mikla sem svo mjög er rómaður á Dalvík. Þegar hins vegar stríðar fréttir berast af margmenninu fallast mér hendur og bíllinn sjálflæsist og fælist með manni og mús. Kæmist einn bíll til viðbótar inn í bæinn eða á maður að leggja við Árskógsströnd og labba þaðan? Fengi maður gistingu?

Þetta er eins og þegar metsölubækur seljast út á það helst að vera metsölubækur.

Nei annars, það er ekki alveg sambærilegt, ég veit það. Fiskidagurinn er búinn að sanna sig.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband