Færsluflokkur: Dægurmál
Miðvikudagur, 17. janúar 2007
Landspítali - háskólasjúkrahús??
Já, þetta er náttúrlega fyndið nafn. Laugavegur - þvottastígur? Straumur - burðarás? Kaupþing - búnaðarbanki? Halldór - davíð? Háskólinn í Reykjavík - skólastofnun í Reykjanesbæ?
Nei, hva, bara að grínast.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Detti mér allar dauðar lýs ...
Þá er varla neitt annað eftir en að innrétta nokkra gáma til viðbótar og svo muna eftir að skrá starfskraftinn. Gissur Pétursson hjá Vinnumálastofnun hafði í haust einhver orð um að þar væri pottur brotinn, á að giska 2.400 manns án skráningar og án trygginga.
Það er reyndar frekar rökrétt að ungt og ævintýragjarnt fólk hleypi heimdraganum og veðji á Ísland.
Annars er ég bara hissust á að minn elskulegi bróðir hafi ekki sent mér fréttina í frímerktu umslagi. Við leggjum metnað okkar í að vera ósammála varðandi móttökuskilyrði útlendinga á þeirri herrans 21. öld.
Getur verið að munaður einhverra felist í að vinna bara frá átta til miðnættis ...?
Es. Æ, ég gleymdi að rifja upp að einhvern tímann í desember var á mbl.is frétt um að skatttekjur ríkissjóðs af útlendingum hefðu losað 6 milljarða og sú frétt fékk einhvern veginn enga umræðu. Og nú finn ég hana ekki.
![]() |
Útlent vinnuafl hefur haldið aftur af þenslu og verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Hvað er munaður?
Hmmmm, það er að hafa tíma fyrir sjálfan sig, fá að læra það sem hugurinn stendur til, vinna vinnu við hæfi, umgangast skemmtilegt og/eða forvitnilegt fólk, vera í hita - og ýmislegt fleira sem ég hirði ekki um að tíunda.
Eða jú, það er munaður að fá að blogga og hlusta á meðan á MH og Borgarholtsskóla keppa á Rás 2. Verst að bæði liðin komast ekki áfram. Annars er ég laumuaðdáandi Borgarholtsskóla af því að hann er svo mikill spútnik til nokkurra ára.
Hmmm, hvað er þá andstæðan við munað? Um það bil fátækt á alla kanta. Myndi ég segja.
Nema mitt munaðarleysi er helv. kuldinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. janúar 2007
Ég man þá Ármann og Sverri Jakobssyni
Þeir eru því miður hættir að keppa í Gettu betur - eitt sinn verður hver að útskrifast úr menntó - en keppnin heldur áfram. Davíð Þór semjandi spurninga og dómari í keppninni rausnast til að birta mér liðin sem keppa í kvöld.
Ég ætla áfram að halda með MS - ótrúlegt er trygglyndi mitt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. janúar 2007
Alltof margar sjónvarpsstöðvar í boði
Það er svolítið sárt að verða vitni að eigin orðum eftir bara eina viku af magnáskrift að sjónvarpsrásum. En reyndar snýst þetta ekki um eigið áhorf, heldur það að vegna fjölda stöðva byrjar aldrei neinn kaffitími lengur á: Sástu Dallas í gær?
Ég sakna ekki Dallass og myndi ekki horfa á þann þátt í dag. En ekki einu sinni Dorrit í Kastljósinu var rædd af neinu viti í kringum mig í dag - og þaðan af síður hinn forvitnilegi Morgan Spurlock. Menn hljóta að muna þegar hann sagði McDonalds stríð á hendur fyrir rúmum tveimur árum í myndinni Super Size Me (Þríhæða ég??). Ég sá reyndar aldrei myndina, búhú, en núna er Skjár einn búinn að sýna tvo þætti Morgans sem heita Mánuður (30 Days). Í hverjum þætti (fleiri væntanlegir) tekur hann sér eitthvað forvitnilegt fyrir hendur í mánuð. Fyrir viku reyndu hann og kærastan hans að lifa af lágmarkslaunum í Bandaríkjunum í einn mánuð. Þau gátu það ekki, söfnuðu skuldum, ekki síst vegna krankleika sem söfnuðust að þeim í láglaunastörfunum. Það eina sem ég sá eða heyrði um þann þátt var á bloggi Guðmundar Steingrímssonar.
Í gærkvöldi var sýndur þáttur Morgans um 34 ára gamlan mann sem vildi endurheimta æskuna! Sá er fjölskyldumaður með þungt heimili og leit svo til að hann hefði ekki tíma til að rækta heilsu sína og velferð með útivist eða hreyfingu og ákvað að slá til og þiggja hormónasprautur í mánuð til að verða slank og orkumikill á ný. Það er ekki að orðlengja það að eftir þrjár vikur hætti hann á kúrnum vegna mikilla aukaverkana. Meðfram þessu sýndi Morgan fram á það að lyfjamarkaðurinn í Bandaríkjunum veltir milljörðum á þessari tálsýn fólks. Hann minnir auðvitað ansi mikið á Michael Moore.
Nú er ég spennt að vita hvað Morgan tekur fyrir næsta sunnudagskvöld kl. 22:30.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Nú er mörsugur
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Euro teuro
Það kalla Þjóðverjar evruna af því að með tilkomu hennar hækkaði allt verðlag hjá þeim. Það lét nærri að tvö mörk jafngiltu einni evru þegar hún var innleidd og í stað þess að vara sem áður kostaði tvö mörk færi að kosta eina evru sáu ýmsir kaupmenn sér leik á borði og hækkuðu vöruna um næstum 100%.
Og komust upp með það. Þó kalla nú Þjóðverjar ekki allt ömmu sína þegar kemur að fjármálum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Launamál á leikskólum
Enn berast fregnir af því að ekki takist að manna leikskólana. Það hlýtur að stafa af atvinnuframboðinu í höfuðborginni. Og hvar er meira spennandi vinnu að hafa fyrir þá sem ekki hafa menntað sig til ákveðinna starfa?
Á matsölustöðum, í stórmörkuðum, í sjoppum - vegna þess að þar er betur borgað. Ótrúlegt. Halda menn að obbinn af fólki vilji frekar steikja kjúklinga en að kenna börnum gildi útivistar og hollrar fæðu í þemaleikjum? Ég held ekki. Ég held að veitingabransinn borgi einfaldlega betur.
Meðan Steinunn Valdís var borgarstjóri steig hún eftirminnilegt skref í átt til bötnunar. En eitt skref áfram má sín lítils þegar aðrir þramma til baka.
Á menntaskólaárunum vildi ég komast í öskuna í sumarvinnu af því að hún var svo vel borguð. Það var ekki fræðilegur möguleiki, einhver hefði þurft að redda mér vinnunni. Man einhver eftir því að hafa heyrt talað um erfiðleika við að manna öskuna? Ekki ég. Halda menn þá að eðli vinnunnar sé svo gefandi?
Ef störf í, segjum, umönnunargeiranum væru launuð til jafns við ... ég get varla sagt þetta ... jafn verðmæt eða minna verðmæt störf væru foreldrar ekki sendir heim með börnin sín vegna manneklu.
Þorgerður Katrín skrifaði undir samning við HÍ í vikunni. Ég er hlynnt því að Háskóli Íslands sem sinnir langtum fleiri greinum en hinir háskólarnir fái LOKSINS eitthvert forskot á hina háskólana - en gleymum ekki að leikskólinn er fyrsta skólastigið og það þarf að hlúa að því og nemendum þess.
Dægurmál | Breytt 15.1.2007 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Holtaverðurheiði???????
![]() |
Slæm færð víða um land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Holdafar fólks (ekki nauta)
*geisp*, ég veit, mér finnst það líka yfirgengilega óspennandi umfjöllunarefni. Ég meina, fólk þyngist og léttist, borðar betur eða verr, hreyfir sig meira eða minna - og um það er ekkert meira að segja. Ha?
Og allt í einu rann upp fyrir mér það ljós að karlar eru uppteknari af holdafari og útliti, a.m.k. í kringum mig. Ég held að það sé ranghugmynd margra að konur séu niðursokknari í kíló. Hugsa sér ef ímyndarfræðingarnir kæmust að þessu og teygjustöðvarnar færu að auglýsa í Frjálsri verslun ...
Mér líður eins og ég sé á hálum ís hérna ... og ráði ekki ferðinni, hahha.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)