Sunnudagur, 21. janúar 2007
Er ekki ábyggilegt að ríkissjóður geti sótt um styrk í velgerðarsjóðinn?
Mér dettur t.d. í hug slysið hroðalega sem varð á Suðurlandsvegi í haust þegar lítil stúlka dó og bróðir hennar slasaðist alvarlega. Foreldrarnir lifa nú við það að þurfa að standa sig hans vegna og hafa áreiðanlega misst mikið úr vinnu. Geisladiskur hefur verið útbúinn og er m.a. boðinn til sölu í afgreiðslu Laugardalslaugarinnar á 1.500 kr. Ætli Ólafur og Ingibjörg yrðu ekki fljótari að reiða fram eins og fimm milljónir en sundgestir að mjatla þær fram?
Myndu ekki fimm milljónir gera gæfumuninn, og það í snatri? Úr því að ríkinu finnst ekki standa upp á sig að styðja fórnarlömb umferðarslysa gæti það kannski samt sent sjóðnum umsókn fyrir hönd foreldranna. Er þetta verkefni óverðugra en þau sem meiningin er að styrkja í Síerra Leóne? Eða að borga undir flygil Eltons Johns?
![]() |
Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Swine Valley
Og ekki orð um hann meir.
...
Eða jú, ég mæli með að allir sem vettlingi geta valdið fleygi frá sér öllum meintum skyldustörfum um stund og stormi út úr bænum með 6-8 góðvinum sínum úr menntaskóla til einnar nætur dvalar. Það er hægt að borða lítilræði eins og skinkuböku, chili con carne með guacamole og sýrðum rjóma á eftir ostasalati og kexi, skola niður með stífluðu heitu vatni úr pottinum, stinga í munninn bláberja......... og Neuhaus með hátíðarkaffi á eftir og læra svo magadans þangað til maður sofnar.
Vakna næsta morgun og stöffa sig með beikoni og eggi, hjala meir eins og maður gerir til upprifjunar á þeim árum sem liðin eru frá menntaskólaútskrift, hugsa gott til glóðarinnar að í hópnum skuli vera tvær hjúkkur og einn geislafræðingur ef heilsan bilar í 100 km fjarlægð frá Reykjavík, taka sig upp og millilenda í Mosfellsbænum til að sækja rafmagnslausan bílinn sinn. Kjörið tækifæri fyrir aðra að læra á húddið á bílnum sínum - allt leggur maður á sig - og eiga síðan bæði minningar um menntaskólaárin og útstáelsið þótt helgin sé bara hálfnuð.
Verst að vera send með gráðostasósu sem tók fjóra tíma að búa til úr gráðosti og matargerðarlist og -lyst og finna henni ekki pláss á matseðlinum. Sakar þó ekki að eiga hana eftirleiðis í frysti (meðan hann verður ekki rafmagnslaus aftur) því að hún kvað ganga með öllu.
Einhvern veginn grunar mig að Árdís, Berglind, Ella, Inga, Kristín, Rannveig og Sólveig - að ógleymdri Shakiru - eigi eftir að hleypa þessum heimdraga aftur síðar. Þá má líka mikið vera ef Erla og Rut reyna ekki að slást þá í hópinn. En stóridómur er ekki fallinn, tengdafjölskylda Kristínar á eftir að koma að bústaðnum í þeirri mynd sem við skildum hann eftir í ...
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_007.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_009.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_027.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_038.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_046.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_047.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_048.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_055.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_056.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_057.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_061.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_062.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_078.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_081.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_086.jpg
-
h_my_pictures_new_folder_2_svinadalur_091.jpg
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)