Er ekki ábyggilegt að ríkissjóður geti sótt um styrk í velgerðarsjóðinn?

Mér dettur t.d. í hug slysið hroðalega sem varð á Suðurlandsvegi í haust þegar lítil stúlka dó og bróðir hennar slasaðist alvarlega. Foreldrarnir lifa nú við það að þurfa að standa sig hans vegna og hafa áreiðanlega misst mikið úr vinnu. Geisladiskur hefur verið útbúinn og er m.a. boðinn til sölu í afgreiðslu Laugardalslaugarinnar á 1.500 kr. Ætli Ólafur og Ingibjörg yrðu ekki fljótari að reiða fram eins og fimm milljónir en sundgestir að mjatla þær fram?

Myndu ekki fimm milljónir gera gæfumuninn, og það í snatri? Úr því að ríkinu finnst ekki standa upp á sig að styðja fórnarlömb umferðarslysa gæti það kannski samt sent sjóðnum umsókn fyrir hönd foreldranna. Er þetta verkefni óverðugra en þau sem meiningin er að styrkja í Síerra Leóne? Eða að borga undir flygil Eltons Johns?


mbl.is Gefa einn milljarð króna í velgerðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst það mjög lélegt að skjóta svona á fólk sem er ný búið að gefa miljarð til verkefna sem að ríkið er að trassa (þótt að það gæti alveg keypt sér bara snekkjuí staðinn). Fólk hefur fullan rétt á að ráðstafa sínum peningum eins og því sýnist og það er bara þakkavert að fólk skuli gera eitthvað. Ekki getur ein manneskja bjargað öllum heiminum. Hvað um að spyrja hina ´"ríku kallana"

H (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 02:13

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég þekki ekki H en ætla samt að svara því svona: Einu sinni styrkti ég um 10 þúsund kr. „starfsþjálfun Pamelu“ í gegnum Sigríði Víðis Jónsdóttur, blaðamann á Mogganum, þegar hún var á ferðalagi í Afríku. Þessi peningur átti að renna til þess að kenna fólki að bjarga sér sjálft. Peningurinn minn var ekki illa fenginn og ég hef aldrei séð eftir honum. Mér finnst hann ekki hátt hlutfall af ráðstöfunarfé mínu en kannski er hann álíka hátt hlutfall og milljarður Ólafs og Ingibjargar, ekki veit ég. Og fólk sem þekkir mig vel hefur ekki hugmynd um þetta af því að mér hefur ekki fundist ástæða til að segja frá þessu. Núna finnst mér bara samanburðurinn við hæfi.

Berglind Steinsdóttir, 24.1.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband