Bíllinn minn er til sölu

Ég er hroðalegur sölumaður því að ég ætla að segja þetta: Ég keypti í fyrrasumar vel útlítandi lítið keyrðan Renault. Mig vantaði - eiginlega ekki - bíl en áróðurinn í kringum mann er svo harður að það endaði með að ég keypti þennan dökkgræna Renault 1996 sem aðeins einn hafði átt á undan mér. Af því að þessi eini fyrri eigandi er þekktur sökkaði ég svolítið fyrir bílnum - og svo var hann bara keyrður 48.000 km á 10 árum. Ég sá fram á að geta átt mörg náðug ár með þennan bíl í hlaðinu eins og ég hafði átt með Nissan Sunny 1986-módel á árabilinu 1998-2006. Þá var þeim loks bara öllum lokið og ekkert átakanlega mikill harmdauði. Svoleiðis.

Þessi *nýi* er nógu lipur í akstri, rúmgóður og áferðarsnotur en hann er útbúinn með ræsivörn sem gerir það að verkum að maður má bara opna bílinn sjálfan með því að strjúka plastið á bíllyklinum. Ég er að mestu búin að læra að fara mjúklega að honum þótt stundum líti ég svolítið kjánalega út þegar ég stend við bílinn og nudda lykilinn í stað þess að opna með því að stinga lyklinum í skrána. En í dag lánaði ég bílinn með margháttuðum útskýringum. Þær dugðu þó ekki til og Marín - sem hélt að ég væri að gera sér greiða - varð að skilja bílinn þjófavarinn eftir í Hafnarfirði og taka leigubíl til Reykjavíkur.

Þvílíkur bjarnargreiði.

En annars er ég ekkert í alvöru að reyna að selja bílinn, ég er bara að kvarta fyrir sem flestra augum. Skæl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona tölvuhugsun í bílum er ÖMURLEG. Stundum hleypa þeir manni ekki vinn og ef maður strýkur lyklinum ekki passlega þá loka þeir á olíugjöfina. Altjört prump.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 09:49

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk, Habbý, fyrir samúðina. Því er við að bæta að þegar síðast spurðist til bílsins kl. 8:30 var ræsivörnin enn virk, les: ónothæfur bíll.

Berglind Steinsdóttir, 23.1.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband