Swine Valley

Og ekki orð um hann meir.

...

Eða jú, ég mæli með að allir sem vettlingi geta valdið fleygi frá sér öllum meintum skyldustörfum um stund og stormi út úr bænum með 6-8 góðvinum sínum úr menntaskóla til einnar nætur dvalar. Það er hægt að borða lítilræði eins og skinkuböku, chili con carne með guacamole og sýrðum rjóma á eftir ostasalati og kexi, skola niður með stífluðu heitu vatni úr pottinum, stinga í munninn bláberja......... og Neuhaus með hátíðarkaffi á eftir og læra svo magadans þangað til maður sofnar.

Vakna næsta morgun og stöffa sig með beikoni og eggi, hjala meir eins og maður gerir til upprifjunar á þeim árum sem liðin eru frá menntaskólaútskrift, hugsa gott til glóðarinnar að í hópnum skuli vera tvær hjúkkur og einn geislafræðingur ef heilsan bilar í 100 km fjarlægð frá Reykjavík, taka sig upp og millilenda í Mosfellsbænum til að sækja rafmagnslausan bílinn sinn. Kjörið tækifæri fyrir aðra að læra á húddið á bílnum sínum - allt leggur maður á sig - og eiga síðan bæði minningar um menntaskólaárin og útstáelsið þótt helgin sé bara hálfnuð.

Verst að vera send með gráðostasósu sem tók fjóra tíma að búa til úr gráðosti og matargerðarlist og -lyst og finna henni ekki pláss á matseðlinum. Sakar þó ekki að eiga hana eftirleiðis í frysti (meðan hann verður ekki rafmagnslaus aftur) því að hún kvað ganga með öllu.

Einhvern veginn grunar mig að Árdís, Berglind, Ella, Inga, Kristín, Rannveig og Sólveig - að ógleymdri Shakiru - eigi eftir að hleypa þessum heimdraga aftur síðar. Þá má líka mikið vera ef Erla og Rut reyna ekki að slást þá í hópinn. En stóridómur er ekki fallinn, tengdafjölskylda Kristínar á eftir að koma að bústaðnum í þeirri mynd sem við skildum hann eftir í ...


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hei man ekki betur en ég hafi verið sveitt við að skúra eftir okkur  og bla bla bla

kv Ella supernurse

Elinora Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Dö, já, ég man það líka þótt ég hafi ekki tekið mynd af því. En kannski skildi einhver önnur illa við ...?

Berglind Steinsdóttir, 3.2.2007 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband