Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Græni málmurinn
Græni hvað? Ég bý ekki nálægt álveri þannig að ég hef ekki neyðst til að hugsa um eigin hag í þessum efnum. Ég hef heldur ekki unnið í álveri þótt ég hefði áreiðanlega ekki slegið hendinni á móti vel launaðri sumarvinnu einhvern tímann í árdaga. Það næsta sem ég kemst því að þekkja einhvern sem vinnur í álveri er maður sem ég þekki og sem keyrði einu sinni reglulega inn fyrir hliðið í Straumsvík.
Upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið utan þynningarsvæðis míns, hehhe.
Og allar röksemdir hafa ekki ratað til mín, áreiðanlega ekki enn. Í kvöld frétti ég að á kvöldin væri slökkt á mengunarvörnunum sem menn hreykja sér mikið af. Þær eru dýrar. Öll fyrirtæki reyna að hámarka gróða sinn. Þess vegna er slökkt á vörnunum þegar rökkva tekur og þeir sem eiga garð að álverum sjá t.d. á þvottinum sínum að - hann brotnar.
Þetta var mér a.m.k. sagt í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 30. janúar 2007
Kjaramál leiðsögumanna
Auðvitað skiptir leiðsögumenn margt fleira máli en kjaramál, t.d. löggilding, fagmennska og túristarnir! Nú er kominn janúar, launasamningar endurnýjuðust um áramótin en eðlilegt er að endurhlaða geymana fyrir vertíðina framundan.
Á aðalfundi í kvöld verður rætt um hvort leggja eigi niður félagið sem stéttarfélag og bara hafa það sem fagfélag. Mér finnst það fráleit tilhugsun. En mér finnst jafn fráleit tilhugsun að halda áfram að vinna fyrir 1.455 kr. á tímann í dagvinnu samkvæmt taxta þar sem orlof, bókakaup, undirbúningstími og fatakostnaður er innifalið. Helst þyrftum við sem leiðsögumenn að vera með okkar eigin sjúkrakassa í för líka.
Er ekki ráð að einkavæða ferðaþjónustuna ...?