Græni málmurinn

Græni hvað? Ég bý ekki nálægt álveri þannig að ég hef ekki neyðst til að hugsa um eigin hag í þessum efnum. Ég hef heldur ekki unnið í álveri þótt ég hefði áreiðanlega ekki slegið hendinni á móti vel launaðri sumarvinnu einhvern tímann í árdaga. Það næsta sem ég kemst því að þekkja einhvern sem vinnur í álveri er maður sem ég þekki og sem keyrði einu sinni reglulega inn fyrir hliðið í Straumsvík.

Upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið utan þynningarsvæðis míns, hehhe.

Og allar röksemdir hafa ekki ratað til mín, áreiðanlega ekki enn. Í kvöld frétti ég að á kvöldin væri slökkt á mengunarvörnunum sem menn hreykja sér mikið af. Þær eru dýrar. Öll fyrirtæki reyna að hámarka gróða sinn. Þess vegna er slökkt á vörnunum þegar rökkva tekur og þeir sem eiga garð að álverum sjá t.d. á þvottinum sínum að - hann brotnar.

Þetta var mér a.m.k. sagt í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að einhver brýtur þvottinn fyrir mann.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.1.2007 kl. 08:14

2 identicon

Hvað ætli sé gert á sumrin, þegar bjart er allan sólarhringinn? Skil ekki alveg þetta með brotna snúruþvottinn því að garðar við íbúðarhús er býsna langt frá Álverinu þegar að er gáð. Veit ekki hvaða efni það ættu að vera sem orsaka/útskýra þessi brot.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 08:59

3 identicon

Ég held að þarna sé verið að slá saman tvennu ólíku. Það er þekkt atriði að Járnblendið á Grundartanga slekkur "stundum" eða hleypir framhjá á nóttunni einhverju gumsi. Álverin eru hins vegar ekki að slökkva á einu eða neinu yfir nóttina enda verknaður sem myndi kalla á viðbrögð af ýmsu tagi.

Svo eru það helst flúor og brennisteinn sem dreifa sér um þynningarsvæði Álvera og mynda hvorki ský né hafa áhrif á þvott. Hér þarf að passa sig á eplum og appelsínum, Hvalfirði og Straumsvík.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ólyginn sagði mér áðan að þetta með að slökkva á vörnunum hlyti að eiga við um járnblendið, ekki álver. Eigi veit ég svo gjörla ...

Berglind Steinsdóttir, 31.1.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband