Gjalddagi -- merking

Fyrr á árinu varđ ég fyrir tjóni sem tryggingafélagiđ borgađi ađ hluta en ég ţurfti ađ borga ađ hluta. Gott og vel. Í gćr, 6. desember, opnađi ég heimabankann og sá reikning frá tryggingafélaginu međ GJALDDAGA 16. nóvember og EINDAGA 16. desember. Reikningurinn var mögulega kominn í heimabankann um mánađamótin en sannarlega ekki 16., 17., 18. eđa 19. nóvember.

Ég hringdi í tryggingafélagiđ til ađ fá botn í skuldina (vatnstjóniđ varđ í apríl og ég hélt ađ tryggingin hefđi dekkađ ţađ ţannig ađ skuldin kom mér í opna skjöldu) og stúlkan stóđ í ţeirri meiningu ađ gjalddagi vćri dagurinn ţegar reikningurinn vćri gefinn út. Ţví ber ekki saman viđ minn skilning sem er sá ađ gjalddagi sé dagurinn sem mađur á ađ greiđa reikninginn án aukakostnađar en međ eindaga fćr mađur aukafrest međ litlum aukakostnađi, stundum engum.

Snara er sammála mér.

gjald·dagi

-a, -ar KK viđsk./hagfr.
sá dagur ţegar gjald verđur krćft, síđasti dagur til greiđslu skuldar án dráttarvaxta e.ţ.h.
greiddi afborgunina á gjalddaga
falla í gjalddaga verđa gjaldkrćfur
 

ein·dagi

-a, -ar KK
gjalddagi
síđasti dagur sem hćgt er ađ greiđa skuld án ţess ađ á hana falli dráttarvextir eđa annar kostnađur
vera kominn í eindaga međ e-đ vera orđinn seinn fyrir međ e-đ
 
Miđađ viđ orđabók er veriđ ađ flćkja málin ađ óţörfu en gjalddagi er sannarlega ekki útgáfudagur. Reikningurinn á ađ hafa borist manni fyrir gjalddagann. Punktur.

Bloggfćrslur 7. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband