Hvert er andheitið við stöðugleika?

Er það ekki breytingar? Ef við viljum breytingar viljum við ekki stöðugleika sem felur í sér stöðnun. 

Ég þekki Ragnar Þór Pétursson ekki neitt en tek undir það sem hann segir um stöðugleika í þessum þætti. Ég er sjálf höll undir breytingar, sjálfsagt stundum um of, en ég held almennt að ef maður breytir til sjái maður annað hvort jákvæðar breytingar eða af hverju það hentar sem maður hafði gert. Ekki eru allar breytingar frábærar en margar fela í sér framfarir og þróun.

Ef menn hefðu ekki hugsað áfram og lengra værum við enn með tölvu sem legði allt herbergið undir sig.

 


Bloggfærslur 18. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband