Veira og flensa

Eins og margir aðrir hugsa ég fréttir út frá sjálfri mér. Ég er búin að vera 18 ár á sama vinnustað og veikindaskráningar er hægt að skoða 12 ár aftur í tímann. Á þessum 12 árum er ég með átta veikindadaga; þar af fjóra árið 2008 þegar ég var svo slæm af flensu að ég reisti ekki höfuðið frá kodda. Af þessu má glögglega sjá að ég er hraust og ég þakka fyrir það flesta daga. Þess vegna hugsa ég út frá sjálfri mér að ég muni ekki veikjast af COVID-19 þótt aðrir óttist ef til vill um sig. En ég spyr út frá öllum útvarpshlustendum: Er nauðsynlegt að byrja flesta útvarpsfréttatíma á tíðindum af því hversu margir hafi sýkst af veirunni og hversu margir látist?

Vitum við hversu margir látast úr þunglyndi, fíknivanda og umferðarslysum frá degi til dags?


Bloggfærslur 15. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband