Veira og flensa

Eins og margir aðrir hugsa ég fréttir út frá sjálfri mér. Ég er búin að vera 18 ár á sama vinnustað og veikindaskráningar er hægt að skoða 12 ár aftur í tímann. Á þessum 12 árum er ég með átta veikindadaga; þar af fjóra árið 2008 þegar ég var svo slæm af flensu að ég reisti ekki höfuðið frá kodda. Af þessu má glögglega sjá að ég er hraust og ég þakka fyrir það flesta daga. Þess vegna hugsa ég út frá sjálfri mér að ég muni ekki veikjast af COVID-19 þótt aðrir óttist ef til vill um sig. En ég spyr út frá öllum útvarpshlustendum: Er nauðsynlegt að byrja flesta útvarpsfréttatíma á tíðindum af því hversu margir hafi sýkst af veirunni og hversu margir látist?

Vitum við hversu margir látast úr þunglyndi, fíknivanda og umferðarslysum frá degi til dags?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur sýnst "hrausta fólkið" sem sjaldan er fjarverandi vegna veikinda mæta nokkuð oft veikt til vinnu og smita hina. Hrausta fólkið smitast nefnilega alveg jafn mikið og aðrir þó það finni ekki eins mikið fyrir því og verði ekki eins mikið veikt. Fólk þarf ekki að vera svo slæmt að það reisi ekki höfuðið frá kodda til að vera bráðsmitandi og hættulegt öðrum. Og því eru fáir veikindadagar æði oft frekar mælikvarði á gáfnafar en heilsu.

Vagn (IP-tala skráð) 15.2.2020 kl. 20:26

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú brigslar mér um heimsku sem segir meira um þig en mig. Reyndar ertu farinn að minna mig ískyggilega á bróður minn, garðyrkjumann á Sólheimum, Gumma græna eins og hann kallar sig. Ertu kannski að vinna með honum og dregur dám af hans vinnusiðferði? Hann tekur ,,fyrirbyggjandi" veikindadaga eins og þú mælir með.

 

Annars var færslan um hinar eilífu dánartilkynningar vegna flensu sem enginn græðir á nema kannski þú og þínir líkar sem nota tækifærið til að tilkynna sig veika vegna þess að flensan gæti einhvern tímann náð þeim.

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2020 kl. 09:03

3 identicon

Færslan, ef þú lest hana, var aðallega um hvað þú værir heilsuhraust og laus við það að smitast af pestum sem allir aðrir smitast af. Þú varst að monta þig af því hversu fáa veikindadaga þú tekur, eins og það væri mælikvarði á hreysti "Af þessu má glögglega sjá að ég er hraust og.. ". Það var vel eftir helming bloggfærslunnar sem þú fyrst hættir að skrifa aðeins um sjálfa þig og nefnir COVID-19. Ég get bara vonað að næst þegar þú smitast og telur þér trú um að ekkert sé að hjá ofurkonunni að þú drepir engan.  https://www.visir.is/g/2020200219746

Nei ég þekki hvorugt ykkar systkinanna og bloggfærslur þínar eru ekki til þess fallnar að gera það eftirsóknarvert, annað með eindæmum óheiðarlegt og hitt vitgrannur og kærulaus smitberi hættulegra sjúkdóma.

Hinar eilífu dánartilkynningar og fréttir af þróun og útbreiðslu COVID-19 hjálpa venjulegu fólki að skipuleggja framtíðina. Hvert og hvort á að ferðast í sumarfríinu og áhrifin á vöruframboð, ferðakostnað og vöruverð til dæmis. Og mörg fyrirtæki reiða sig á tæki, íhluti og varahluti frá Kína og verslanir vörur frá Kína. Það er ekki endilega það að einhver græði á fréttunum heldur hvernig má lágmarka óþægindi og tjón.

Vagn (IP-tala skráð) 16.2.2020 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband