Sunnudagur, 18. febrúar 2007
Efnislínan í tölvupósti
Moli á blaðsíðu 8 í Fréttablaðinu talaði svo beint til mín rétt í þessu. Blaðamaður talar um fréttatilkynningar sem fyrirtæki senda fjölmiðlum og sem eru bara titlaðar fréttatilkynning. Efnislínan (subject) í tölvupóstinum á einmitt að segja manni um hvað málið snýst, bæði þegar maður fær póstinn og svo getur ekki síður reynt á það seinna þegar maður þarf að finna upplýsingar í texta sem manni hefur verið sendur.
Þetta á líka við um persónulegan póst, mér finnst .... (anda djúpt) óþolandi þegar í efnislínunni stendur RE: hittingur þegar sendandinn ætlar að spyrja mig álits á Flugdrekahlauparanum.
Svo er dónaskapur að áframsenda til mín keðjubréf, einkum ef fyrst birtast á skjánum þeir 300 sem búnir eru að fá bréfið á undan mér. Og ég slít allar keðjur, alltaf, hvort eð er.
Hitt er síðan annað mál að ég er ekki nógu dugleg að taka til í tölvupóstinum. Héðan í frá ætla ég að taka mig á í því efni.
Athugasemdir
Ahhhhhhhhhhhh, þess vegna fékk ég ekkert svar um Flugdrekahlauparann. Annars athyglisvert með keðjubréfin, ég var ekki búin að taka eftir því. Þú kemur endalaust á óvart.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 23:04
Nú ertu að hrekkja mig.
Berglind Steinsdóttir, 18.2.2007 kl. 23:35
Ég var nú svona meira að toga í fótinn á þér
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 08:59
Ég tek þetta til mín Berglind - þ.e. með efnislínuna ekki keðjubréfin.
Erla (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 12:57
Elsku Erla, það eru margir verri en þú. Og af því að ég er hálft um hálft að skrifast á við þig í útlandinu ætla ég að stilla yfir á Sky News - fæ ég svo bráðum fréttir af starfinu?
Berglind Steinsdóttir, 19.2.2007 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.