Macchina laventi

Ég stóð í bás þýðingafræðanna í Háskólabíói og reyndi að sannfæra áhugasama um að þetta nám væri bæði skemmtilegt og hagnýtt. Og þurfti ekki að ljúga, þetta er áhugavert og fræðandi og maður fær vinnu í faginu í kjölfarið.

Einhvern tímann var stund milli stríða. Þá vék ég mér að latínubásnum við hliðina og sagði þeim þar að þegar ég hefði verið í latínu í menntaskóla hefði runnið upp fyrir mér það ljós að tungumálið væri dautt eða deyjandi. Einu sinni sagði ég við mömmu að ég kynni ekki þvottavél á latínu sem átti auðvitað að segja henni að þvottavél hefði ekki tíðkast á dögum Brútusar. Mamma hélt hins vegar að þetta endurspeglaði áhugaleysi mitt á heimilisstörfum.

Þetta ágæta fólk í latínubásnum sagði mér af þessu tilefni að Vatikanið léti búa til orð fyrir allt nýtt í þessum heimi þannig að latínan virðist lifa góðu lífi. Og macchina laventi er líklega þegar orðið gamalt orð hjá páfa.


mbl.is Háskóladagurinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband