Sunnudagur, 11. mars 2007
Vika af hættulegum klæðnaði
Á BBC Prime er núna aldeilis stórskemmtilegur þáttur um Jason sem tekst það á hendur að breyta verulega til í klæðaburði og hegðun í eina viku til að ögra sjálfum sér og reyna að brjótast út úr skel feimninnar. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta hefur fyrst og fremst skemmtigildi - og svínvirkar fyrir mig - en skyldu raunverulega óframfærnir geta farið út á meðal fólks í svaðalega köflóttum fatnaði eða túrbínuklæðnaði eða eins og kúrekar (með hatt og hlífar) eða eins og dragdrottningar með flegið niður í nærbuxur (svo að ég kveði ekki fastar að)?
Tjah, ekki í reykvísku vonskuveðri, hahha!
Hann upplifði hins vegar persónuleikabreytingar eftir þeim fötum sem hann klæddist hverju sinni, humm humm.
Athugasemdir
Þessu get ég vel trúað. tetta varðandi persónleikabreytingar, fötin klæða jú manninn er það ekki?
Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.