Bónus fellur á verðlagseftirlitsprófi Berglindar

Svekk.

Ég ætlaði ekki að kaupa risahraun frá Góu en ég tók samt eftir að það er aftur komið upp í 49 kr. Það kostaði það fyrir lækkun, lækkaði niður í 42 kr. en er sem sagt hálfum mánuði síðar búið að ná fyrri hæð á ný.

Ég bætti appelsínum í appelsínupokann í staðinn í þessari innkaupaferð. Og kílóverð á rauðri papriku er 232 kr. Hvað kostaði aftur paprikan í Krónunni um daginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Var þetta ekki vitað fyrir.  Búðir lækka fyrst meðan mesta umræðan er í gangi og svo hækka þeir hægt og rólega þannig að fáir taki eftir því. 

Þórður Ingi Bjarnason, 16.3.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jú, andskotakornið, líklega var þetta fyrirsjáanlegt. Ég hélt samt að verslanir yrðu meira á tánum út af öllum litlu verðlagslöggunum.

Berglind Steinsdóttir, 16.3.2007 kl. 15:08

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

É ghefði nú haldið að bónus mundi hanga lengur á því, lengur en jafnvel aðrar verslanir, en var þetta könnun hjá þér Berglind? eða tókstu bara eftir rishrauninu?

Sigfús Sigurþórsson., 17.3.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband