,,Við skulum ekki vera í kjól með vörulit`` - Class 2002

Í trausti þess að Þórhildur lesi þetta í Bush-landi ætla ég að telja upp þá heiðursleiðsögumenn sem slógu saman á létta strengi í gærkvöldi: Magnús Oddsson (ekki ferðamálastjóri), Leifur Björnsson, Virpi Jokinen, Ragnheiður Ármannsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Ursula Giger, Sesselja Árnadóttir, Bryndís Kristjánsdóttir sem lagði til húsnæði og gúmmulaði og fær sérstaka orðu fyrir það, ég sjálf og svo kom síðar Margrét Einarsdóttir og enn síðar Gunnar Guðjónsson.

Heiðursfélagi var Valdimar Leifsson, enda lagði hann ekki aðeins til húsnæði heldur tók líka þátt í að elda matinn.

Og maturinn, jömmí, var mexíkósk súpa sem við muldum nachos út í, dreifðum rifnum osti yfir, slumpuðum sýrðum rjóma í og fleira. Ég geri mér vonir um uppskrift vegna þess að þetta var herramanns matur. Og frúarmanns líka. Og að öðru leyti var líka vel gert við okkur.

Af því að þetta er aðallega rapport um kvöldið tíunda ég það hér að við horfðum aftur (og sumir í þriðja sinn) á myndina sem Bryndís tók í útskriftarferðinni og við hlógum okkur til óbóta. Þar rifjuðust upp Orfie, Atli, Matthieu, Emilie, Beggi, Ólöf, Hermann, Árný, Rakel, Heiða, Reynir, Áslaug, Meike, Óli fimmti, Kristbjörg, Ulf, Per - og Hildibrandur var með síendurtekið hlutverk, hahha. Anna Lydia og Guðný Harbour eru heldur ekki gleymdar.

Svo töluðum við faglega, ehemm, um rútuferðir, gönguferðir, hvataferðir og annað sem ekki má birtast.

Og hér með færist til bókar að Sesselja býðst til að vera í árshátíðarnefnd (aftur) með Gunna og Ursulu. Myndavélin gleymdist heima.

Sjáumst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég tek fram að ég mundi alls ekki eftir Pétri ...

Berglind Steinsdóttir, 17.3.2007 kl. 14:51

2 identicon

Né mér, hvenær skyldi manni verða boðið í einhverjar samkomur þessa hóps? Ég hef nefnilega aldrei fengið að sjá þetta myndband heldur!

Auður Herdís Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Heyrðu, ég mundi reyndar eftir þér og fannst ég vera búin að skrifa nafnið þitt. Var að hugsa um að bæta þér við í athugasemd númer tvö þegar ég sá að nafnið var ekki en var ekki komin svo langt. Ertu ekki á póstlistanum, þarna, hvurs lags ...? Hann er svo óstabill, listinn.

Berglind Steinsdóttir, 17.3.2007 kl. 16:01

4 identicon

I wish I had been there... en ég var að vinna til eitt og var algjörlega búin á því!

Elísabet (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 17:00

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Uss, klukkan eitt voru allar rotinpúrurnar líka sofnaðar fram á hundinn.

Berglind Steinsdóttir, 17.3.2007 kl. 17:05

6 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það getur verið skrautlegt þagar þessi hópur hittist.  Nokkrir leiðsögumenn samankomnir að tala um rútur getur verið fjörugt.

Þórður Ingi Bjarnason, 17.3.2007 kl. 19:22

7 identicon

Ég hélt að póstlistinn væri barasta löngu lagstur útaf, því ég hef ekkert heyrt af því að þessi hópur hittist í nokkur ár..... allavega síðan að ég komst ekki á árshátíð því ég var í útlöndum 2005.

Auður (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 15:13

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jæja, Auður, þú ferð svo sannarlega á listann núna.

Og í framhaldi af því sem hópurinn var að ræða á föstudaginn, um kynningu á starfi leiðsögumanna, fór ég inn á Visit Reykjavík áðan og fann m.a. Menningarfylgd Birnu á forsíðu og álfaferðir Sibbu í annað sinn á forsíðunni. Þetta róterar sem sagt sem er kannski ekki nógu þénugt fyrir þann sem auglýsir sig. Félag leiðsögumanna þyrfti einfaldlega að gera þetta, eða þeir einstaklingar sem hefðu áhuga á að gera sig sjáanlegri.

Berglind Steinsdóttir, 18.3.2007 kl. 15:34

9 identicon

Alltaf missi ég af öllu, hefði svo gjarnan viljað vera með ykkur. Mér datt í hug líka einn maður sem kannski hefði átt að vera þarna í partýinu en hann kláraði ekki skólann. Það er maðurinn sem var að tala í útvarpið á Útvarp Saga, mannstu Berglind?? Annars er skítkalt hérna á Cape Cod svo við ætlum að skreppa í 10 daga til Florida á þriðjudaginn, og sleikja sólina þar og þýða kroppana alla. Gott hjá þér Berglind að blogga og leifa okkur sem ekki vorum að vera með, sakna þess að sjá ekki myndir samt. (ma´r er aldrei ánægður, ha!!!)

kveðja,Þórhildur  

Þórhildur (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 17:33

10 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Elsku Þórhildur, ég setti samt inn nokkrar myndir úr haustferðinni 2003, m.a. þar sem sést í þig með mikið af rauða hárinu. Ég lofa samt að taka myndir í næsta hittingi. Og Guðjón var rifjaður upp í geiminu ...

Berglind Steinsdóttir, 18.3.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband