Jöklarnir toppa allt

Mér þykja fallegustu svæði landsins þau sem skarta jöklum, Skaftafell, Þórsmörk, Snæfellsnes. Nándin er töfrum líkust. Sem leiðsögumaður hef ég líka farið í óteljandi sleðaferðir á Langjökul og siglt á Jökulsárlóninu og hef af hvorugu verið svikin. Einhver eftirminnilegasta tilfinningin er samt þegar ég kom í Þórsmörk í fyrsta skipti eftir að hafa gengið Laugaveginn milli Landamannalauga og Þórsmerkur. Ég hafði heyrt að þetta væri frábær staður þannig að ég deildi í yfirlýsingar manna með svona 50 - en Þórsmörk að áliðnum sumardegi var heillandi.

Þannig var Ísland, og þannig er Ísland, heillandi land.

Því gefur augaleið að ég fagna nýjum Vatnajökulsþjóðgarði - - - en hvers vegna eru 27 í stjórninni yfir garðinum? Verður þetta ekki bara eitthvert ógurlegt kraðak? Í Þingvallanefnd sitja þrír menn og eru þó Þingvellir ekkert slor! Ég hef talsverðar áhyggjur af að þetta verði óskilvirkt og jafnvel of kostnaðarsamt.

Áfram Vatnajökull (áður en hann bráðnar vegna hlýnunar jarðar)!

 

Langisjór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband