Sunnudagur, 18. mars 2007
Ég versla ekki við Vífilfell
Hallærisgangur Vífilfells hefur engin áhrif á drykkjar- eða verslunarvenjur mínar. Ég versla ekki við Vífilfell, hætti því mjög meðvitað og markvisst fyrir mörgum árum þegar bróðir minn, sjoppueigandinn, varð fyrir barðinu á fyrirtækinu. Reikningarnir voru svo flóknir að í minningunni var heildsöluverð og svo bættist við skilagjald, vitaskuld virðisaukaskattur, kannski vörugjöld, dróst frá afsláttur og bættist við mánudagsgjald þannig að sæmilega greint fólk sem var vant að reikna út úr svona reikningum til að finna útsöluverðið gafst upp og athugaði verðið í næstu sjoppu. Vífilfell svínaði á honum, kannski bara honum ... því að hann átti að fá sérstakan þriggja tonna afslátt sem við fundum aldrei á nótunum. Flókið, já, og við höfum reynt að gleyma þessu. Sumt gleymist bara ekki alveg.
En reyndar finnst sjálfri mér kók ekki gott á bragðið sem hefur vissulega haft áhrif á drykkjarvenjur mínar.
Ölgerðin var hins vegar með mjög skiljanlega reikninga.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Athugasemdir
tjahh, mér finnst nú kók gott en allt er gott í hófi. Auglýsingarnar að undanförnu fá mig nú til að missa lystina. Ég heyrði nú líka einhverju sinni af leiðinlegu máli hjá Ölgerðinni og ætlaði að hætta að versla við þá af þeim orsökum, en ég held þá samt vera skárri kostinn.
Auður (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 18:06
Já, ég þekki þetta líka, reyndar ekki með Ölgerðina. Mér mislíkaði einu sinni við Eymundsson OG Mál og menningu sama haustið og átti þá ógurlega bágt. Ákvað á endanum að í fákeppninni hefði ég ekki nægt val.
Ansvítans fákeppnin í grefilsins fámenninu, hehe.
Berglind Steinsdóttir, 18.3.2007 kl. 22:52
hehe sérstaklega eftir að Penninn / Eymundsson keypti Mál og Menningu.
Auður (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.