Þjónusta símafyrirtækjanna

Mér er runnin reiðin, en það er meira með handafli.

Ég er með heimasíma og adsl hjá Hive frá því í janúar. Um nýliðin mánaðamót fékk ég í fyrsta skipti reikning eins og hann kemur til með að líta út. Hann hljóðaði upp á kr. 5.728, gjalddaginn var 2. apríl og eindaginn 9. apríl.

Auðvitað hefði ég átt að hringja fyrir páska til að spyrja út í töluna, vissulega, en það varð út undan (og hvernig í andskotanum stendur á því að eindagi er á öðrum í páskum?) og ég hringdi í gær til að fá upplýsingar um það hvernig 3.990 + 1.390 yrðu 5.728. Þótt munurinn sé til þess að gera lítill á maður ekki bara að sætta sig við það, og allra síst þegar maður sér aldrei sundurliðunina.

Fyrir svörum varð hinn indælasti maður, það vantaði ekki, og svaraði með öllum frösunum sem hann hefur verið mataður á. Til viðbótar gjöldunum sem áður voru þekkt rukkar Hive mig um 199 kr. umsýslugjald og 149 kr. tryggingagjald fyrir beininn (routerinn). 

Þetta á að heita svo að gera gjöldin gagnsærri. Vei, þá rifjast nefnilega upp umræða úr blöðum um seðilgjöld sem fyrirtæki héldu áfram að rukka eftir að seðlarnir lögðust af. Og nú heita þau umsýslugjöld.

Og af því að mér láðist að hringja fyrir páska og vildi þess vegna ekki borga áður en ég vissi fyrir hvað var ég rukkuð um 482 kr. í vanskilagjald og dráttarvexti. Það hækkar áskriftina um 8,5% - en til að sanngirni sé gætt átti ég að hringja fyrir páska. Eða hefði Hive kannski svarað um páskana?

Til að kóróna ergelsi mitt rifjast upp fyrir mér að fjarskiptafyrirtækin átthagabinda mann í heilt ár til að geta boðið manni þessi kostakjör.

Meiri samkeppni á þennan markað, takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hva, lastu ekki skilmálana?

ingvi (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sæl Berglind, ég er búinn að hjá Hrinyðjunni, Símanum og vodafone og þetta er alveg sama sagan alstaðar, ég meyra að segja gerði sérstakan fyrirtækjasamning við eitt af þessum fyrirtæjum og komu fyrstu tveir reikningarnir réttir en næstu höfðu hækkað um 2000 kall. Svo eins o gþú segir nefna þeir að mismunur heiti hitt og þetta og við verðum, eða segjum bara já já, hvað annað á maður að segja?

Sigfús Sigurþórsson., 11.4.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband