Verðskuldað hrós

Þið munið að Snorri Sturluson sagði að oflof væri háð. Áherslan sem er lögð á hrós einn dag á ári er í mínum augum röng. Mér finnst að maður eigi frekar að leggja sig fram um að verðskulda hrós. Ég hef engan áhuga á hrósi sem er dembt á mig af því að einhver tekur áskorun um að hrósa.

Hins vegar má fólk alveg vera duglegra við að taka eftir því sem vel er gert ...

Í dag sagði ein samstarfskona við mig að kjóllinn sem ég var í klæddi mig sérlega vel og ég trúi því að hún hafi bara misst það út úr sér. Önnur sagði að ég væri svakalega dugleg -- og nú fer ég allt í einu að hugsa hvort þær hafi verið svona meðvitaðar um dagsetninguna.

 

Djók!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband