Sléttumannaland

Ég fór á pöbbkviss i gærkvöldi og varð ýmislegs vísari eins og spyrill spáði (ekki samt sérstaklega fyrir mína hönd). Ein spurningin var um slétt land sem mig minnir að Halldór Laxness hafi viljað kalla Sléttumannaland vegna sléttlendis en það varð ekki ofan á. Margir giskuðu á Ungverjaland en vegna framhaldsins í spurningunni, um að heimamenn hétu á eigin tungumáli Lech, giskaði ég rétt.

Hvaða land er þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband